Mikið fjaðrafok var í kringum Framsóknarflokkinn í kosningabaráttunni fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem fram fóru í lok maí, aðallega vegna ummæla forystumanna framboðsins um lóðaúthlutanir undir mosku í Reykjavík og annarra sem margir túlkuðu sem útlendingaandúð. Það er þó ljóst að eitthvað sem Framsóknarflokkurinn gerði virkaði. Hann er nú með tvo borgarfulltrúa í höfuðborginni í fyrsta sinn í 40 ár. Forvígismenn nýs meirihluta, meðal annars Dagur B. Eggertsson, sem er í ítarlegu einkaviðtali í nýjasta Kjarnanum, hafa hins vegar sagt að Framsóknarflokkurinn sé ekki stjórntækur. Hvað á Dagur við með því?
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_06_19/20[/embed]
„Á meðan það er óljóst hvaða sýn Framsóknarflokkurinn hefur á jafnræði og mannréttindi í samfélaginu verður að gefa honum svigrúm til að tala skýrar og gera hreint fyrir sínum dyrum áður en hægt erað svara því hvort flokkurinn er tækur til stjórnarsamstarfs. Það er ekki verið að kvarta yfir umræðu heldur því að það sé verið að ala á ótta og tortryggni milli fólks. Að stilla hluta samfélagsins upp sem einhvers konar óvini eða láta að því liggja. Það finnst mér að Framsóknarflokkurinn verði að skýra. Hvar hann stendur í þessum málum. Framsóknarflokkurinn er líka í ríkisstjórn og það skiptir mjög miklu máli að fá þetta á hreint.“
Þetta er örstutt brot út viðtalinu við Dag. Lestu það í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.