Tannheilsa þjóða er nokkuð nákvæmlega kortlögð af OECD og Alþjóðaheilbrigðisstofuninni, og sýna tölur, sem hafa verið uppfærðar eftir rannsókn frá 2009, að tannheilsa barna er hvergi verri en í Póllandi. Þar í landi eru 3,8 tennur í hverju barni undir tólf ára aldri skemmdar, hafa verið fylltar eða þarfnast viðgerðar.
Þar á eftir koma Ungverjar með 3,3, tennur í barni sem eru skemmdar eða þarfnast viðgerðar.
Árið 2009, þegar rannsókn OECD var birt, kom tannheilsa íslenskra barna ekki sérstaklega vel út, en hún var sú sjötta versta með 2,1 tönn í barni sem var skemmd, hafði verið fyllt eða þarfnaðist viðgerðar.
Samkvæmt þeirri rannsókn var tannheilsa barna undir tólf ára aldri best í Þýskalandi, en þar var meðaltalið, sem vitnað er til í töflu hér að neðan, 0,8.
Land | Fjöldi tanna að meðaltali með fyllingu, skemmdum eða þarfnast viðgerðar | |
---|---|---|
1 | Pólland | 3.8 |
2 | Ungverjaland | 3.3 |
3 | Tékkland | 2.6 |
4 | Slóvakía | 2.4 |
5 | N-Kórea | 2.2 |