Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Það á ekki að byggja upp fyrirtæki einungis til þess að selja þau

17351869044_95aa98de9d_z.jpg
Auglýsing

Á Eiðis­torgi á Sel­tjarn­ar­nesi , í 800 fer­metra hús­næði sem árum saman hýsti starf­semi Lyfja­stofn­unar Íslands en stóð einnig autt lengi, er rek­inn merki­leg starf­semi, frum­kvöðla­setrið Innovation Hou­se. Þar fær fólk með ekk­ert annað en hug­mynd í fartesk­inu tæki­færi til að breyta henni í fyr­ir­tæki innan um marga aðra sem eru á sömu veg­ferð með sínar hug­mynd­ir. Og þeir þurfa ein­ungis að borga nokkra þús­und­kalla fyrir aðstöð­una.

Þetta er ekki gróða­starf­semi heldur hug­sjón­ar­starf­semi. Mað­ur­inn sem keypti hús­næð­ið, og rekur starf­sem­ina, Jón Von Tetzchner, hagn­ast ekki á fyr­ir­tækj­unum sem slíta barnskónum í þessu rými. Hann fær ekki hluta­bréf í þeim ef vel gengur eða hlut­deild í arði ef hann verður til. Innovation House er ekki hrað­all og það er ekki staður til að finna sér fjár­festa. Í stuttu máli þá er þetta ekki „bis­ness“ heldur gott og upp­byggi­legt umhverfi fyrir sprota­fyr­ir­tæki að reyna sig.

Jón seg­ist þó oft vera spurður um ráð frá þeim sem leigja rými í setr­inu. „Ráðin sem ég gef eru til­tölu­lega ein­föld: ekki taka lán, ekki setja sjálfan þig á haus­inn ef verk­efnið tekur of langan tíma og forðastu fjár­festa eins lengi og mögu­legt er.“

Auglýsing

Það kemur fljótt í ljós þegar maður ræðir við Jón að hann vinnur eftir annarri hug­mynda­fræði en margir fjár­fest­ar. Hann ákvað til dæmis að koma til Íslands með pen­ing­anna sína eftir hrun og fjár­festa í íslenskum frum­kvöðla­fyr­ir­tækj­um. Alls á hann hlut í tíu fyr­ir­tækjum í dag, og átta þeirra eru á Íslandi.

17971341662_3a1c574864_z

 

Hann segir það ljóst að honum þyki umhverfið á Íslandi ekki alslæmt fyrst hann ákvað og koma með pen­ing­anna sína hingað og fjár­festa fyrir þá. „Þegar ég kom inn fannst manni eng­inn annar vera á staðn­um. Það var lítið af sjóðum að fjár­festa á þessum tíma. Ég ákvað því að gera þetta sjálf­ur. Mér finnst þessi fyr­ir­tæki sem ég hef fjár­fest í rosa­lega góð og skemmti­leg. Og ég sé enga ástæðu fyrir því að það sé ekki hægt að byggja upp fyr­ir­tæki á Íslandi.

Það er mikil orka hérna, mikið af hug­mynd­um. það hefur hins vegar vantað áhættu­fjár­magn inn í verk­efn­in. Ég er rosa­lega upp­tek­inn af því að slikt fjár­magn komi á réttum for­send­um. Ég hef sjálfur haft fjár­festa í fyr­ir­tæki sem ég var ekki ánægður með. Ég eyddi því jafn­miklum tíma í að takast á við þá og að reka fyr­ir­tæk­ið.

Það þarf því að vera til­tækt gott fjár­magn sem styður undir hug­myndir og fyr­ir­tæki. Það hefur verið að verða til á síð­ustu tveimur árum, það hafa komið sjóðir inn, sem er mjög jákvætt. Ég held að það sé mik­il­vægt að það séu fleiri fjár­fest­inga­mögu­leik­ar. Að það sé ekki bara einn aðili sem ákveði hvað gangi og hvað gangi ekki.“

Það á ekki að byggja upp fyr­ir­tæki til að selja þau



Jón þekkir það vel að byggja upp fyr­ir­tæki. Hann byggði upp Operu, norskt fyr­ir­tæki sem fram­leiddi net­vafra fyrir lengra komna, og seldi það síð­an. Það hljómar því kannski dálítið öfug­snúið að hann seg­ist aldrei fjár­festa í fyr­ir­tækjum með það fyrir augum að selja þau síðar meir. „Hugs­unin á ekki að vera sú að byggja upp fyr­ir­tæki til að selja þau. Auð­vitað geta ágætis hlutir komið út úr því að það ger­ist. En í þessum iðn­aði sem ég er í þá er mikið af fólki sem telur að allir eigi að vera með upp­skrift sem sé þannig að það eigi að selja fyr­ir­tækið eftir þrjú ár og helst erlend­is. Ég er ekki sam­mála þeirri aðferð­ar­fræði. Ég er á öðrum stað.

Auð­vitað er það þannig að það á að vera „ex­it“ fyrir fjár­festa ein­hvern tím­ann. Ég fer hins vegar ekki inn í fyr­ir­tæki með „ex­it“ í huga. Ég vil ekki að fólkið sem ég vinn með hugsi um það held­ur. Ég vil að það hugsi um að byggja upp fyr­ir­tæk­in. Mér finnst það röng hug­mynda­fræði að byggja upp fyr­ir­tæki bara til þess að selja það.“

Hann hefur líka sterkar skoð­anir á eign­ar­haldi fyr­ir­tækja. Til ein­föld­unar leggur hann mikla áherslu á að starfs­fólkið eigi hlut í þeim. Ekki bara fólkið í æðstu stöð­un­um, heldur all­ir.„Ég vil að starfs­menn eigi hlut í fyr­ir­tækj­un­um. Allir starfs­menn. Ekki sumir og sér­stak­lega ekki bara þeir sem eru á toppn­um. Í byrjun hafa hluta­bréfin ekk­ert eig­in­legt verð­gildi. En það er virði í því að dreifa þeim á alla sem starfa hjá fyr­ir­tæk­inu. Þá eru allir í sama bát. Hvað sem er sem þú ger­ir, ef þú hefur trú á því þá virkar það bet­ur. Svo hef ég líka trú á því að ef þú átt hlut í fyr­ir­tæk­inu, það er þitt, þá hefur það jákvæð áhrif á starf þitt.“

Þessi hug­mynda­fræði Jóns birt­ist á margan hátt í starf­sem­inni sem er rekin hjá Innovation Hou­se. Til dæmis í opna rým­inu sem öll fyr­ir­tækin sem þar eru með aðstöðu deila. Þar er fal­legt útsýni yfir sund­in. Þegar Lyfja­stofnun var með starf­semi sína í hús­inu var rýmið hólfað niður og sá eini sem naut útsýn­is­ins var for­stjór­inn. Veggir skrif­stofu hans mein­uðu öðrum starfs­mönnum aðgangi að því. Jón og hans fólk rifu niður þá veggi. Allir áttu að fá að njóta útsýn­is­ins.

Jón hefur verið iðinn við að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum undanfarin ár. Þau eru orðin alls átta talsins. Jón hefur verið iðinn við að fjár­festa í íslenskum fyr­ir­tækjum und­an­farin ár. Þau eru orðin alls átta tals­ins.

Iðinn við að fjár­festa í íslenskum fyr­ir­tækjum



Jón hefur verið iðinn við að fjár­festa í íslenskum fyr­ir­tækjum und­an­farin ár. Og þau eru alls­kon­ar. „Þessi fyr­ir­tæki eru ólík og að gera ólíka hluti. OZ er til dæmis með nýja sjón­varps­lausn sem mér finnst mjög skemmti­leg, þar sem allir geta sett upp stöð. Ég er líka inni í Dohop þar sem tæknin er mjög góð og það er hægt að byggja mikið á því sem er til stað­ar.

Svo er ég í Smart-­Media sem eru að búa til vef­versl­an­ir. Ég er inni í Greitt, sem gengur út á greiðslu­þjón­ustu á net­inu. Ég á hlut í Spyr, sem er mjög skemmti­leg og öðru­vísi upp­lýs­inga­síða.

Svo er ég auð­vitað inni í Örnu. Það er öðru­vísi fjár­fest­ing. Öll hin fyr­ir­tækin sem ég á hlut í eru tækni­fyr­ir­tæki en Arna er það ekki. Það er fyr­ir­tæki í norð­vest­ur­hluta lands­ins sem býr til mjólk­ur­vörur fyrir þá sem eru með laktósa­ó­þol, þó allir geti auð­vitað notað vör­una. Þetta litla fyr­ir­tæki er í sam­keppni við stóran risa sem ekki kemur alltaf vel fram, ef maður segir eins og er. Arna er að berj­ast við að kom­ast inn á markað og varan er rosa­lega mik­il­væg fyrir þá sem þurfa hana. Fyrir alla sem eru til dæmis hrifnir af rjómasósu, en fá í mag­ann af henni, þá er æðis­legt að geta borðað hana án þeirra afleið­inga.

Þá kemur að Hringdu, sem er líka í þannig stöðu. Pínu­lítið fyr­ir­tæki, flinkir krakk­ar, góð þjón­usta, en eru að keppa við risa. Ég er mjög vanur því að keppa við stóra risa. Það var þannig með Operu og mér finnst það gam­an. Ef þetta væri ein­falt þá gæti hver sem er gert það.“

Jón segir að það sé sam­fé­lags­legur ávinn­ingur af fyr­ir­tækjum eins og Örnu og Hringdu. Það sé gaman að vinna í þannig verkefnum.

Jón segir að það sé sam­fé­lags­legur ávinn­ingur af fyr­ir­tækjum eins og Örnu og Hringdu. Það sé gaman að vinna í þannig verk­efn­um. „Að það sem við erum að gera skipti ein­hverju máli. Mér finnst oft gaman að vinna með fyr­ir­tækjum sem eru í þeirri stöðu að þau eru að gera frá­bæra hluti en eru í erf­iðri sam­keppni.

En þetta er líka erfitt. Þegar Arna var að und­ir­búa sinn aðgang að mark­aðnum þá þurfti fyr­ir­tækið að hafa sam­band við MS (Mjólk­ur­sam­söl­una) til að kaupa háa­mjólk frá þeim, grunn­vör­una sem þeir þurfa. Mér finnst það verð­lag sem sett er á hana er út í hött. Arna þarf nán­ast að borga það sama fyrir vör­una og er sett á hana út í búð. Það er aug­ljós­lega mjög erfið staða.

Þar að auki svar­aði MS áður en Arna fór á markað með því að setja laktósa­fríar vörur á mark­að. Af hverju var ekki hægt að hleypa litlu fyr­ir­tæki inn á mark­að­inn? Af hverju þurfti ein­ok­un­arris­inn allt í einu að fara að bjóða upp á sam­bæri­lega vöru og það? Það er ekki þannig að Arna sé að ógna MS og varan er fyrir sér­stakan hóp.“

Vivaldi fyrir stórnot­endur



Stærsta verk­efni Jóns í dag er þó í geira sem hann þekkir vel, vafra­geir­an­um. Hann stofn­aði fyrir nokkrum miss­erum fyr­irtæði Vivaldi sem gaf í jan­úar út svo­kall­aða tækni­lega útgáfu af vafra. Það þýðir í raun að enn er verið að þróa vafr­ann og útgáfan því alls ekki end­an­leg. Við­tök­urnar hafa samt sem áður verið magn­að­ar. Búið er að nið­ur­hala vafr­anum 1,3 milljón sinnum og hann hefur fengið frá­bæra dóma hjá tækni­fjöl­miðl­um. Starfs­menn Vivaldi eru alls um 30. Þar af eru rúm­lega tugur á Íslandi og annað eins í Nor­egi.

En Jón var búinn með þennan geira. Hann var þegar búinn að byggja upp fyr­ir­tæki sem bjó til vafra og hann var búinn að selja það fyr­ir­tæki fyrir fullt af pen­ing­um. Af hverju fór hann aftur í geirann?

„Þetta var ekki létt ákvörð­un. Þegar ég fór út úr Operu þá leit ég á það þannig að ég væri búinn með vafra­geir­ann. En svo á sér stað ákveðin ákvörð­un­ar­taka í Operu sem í fólst að þeir kasta grunn­inum og skipta um not­enda­hóp. Það eru 350 millj­ónir not­endur af Operu í dag. Ég myndi giska á að 300 millj­ónir þeirra séu að nota gamla grunn­inn. Þetta er sér­stakt.

Ég tel það mjög erfitt. Að fara í sam­keppni án þess að hafa neinar við­bæt­ur. Augjós­lega þarf vara að vera öðru­vísi til að hægt sé að keppa

Opera sagði að þessi not­enda­hópur sem þeir væru með væru ein­hverjir nördar og að nú vildu þeir ná í venju­lega not­end­ur. Því var ákveðið að búa til ein­fald­ari vafra og fara í sam­keppni við alla. Ég tel það mjög erfitt. Að fara í sam­keppni án þess að hafa neinar við­bæt­ur. Augjós­lega þarf vara að vera öðru­vísi til að hægt sé að keppa.“

Fyrir flesta net­not­endur er vafri bara vafri og erfitt að sjá hvað einn vafri getur boðið upp á fram­yfir ann­an. Jón segir að Vivaldi sé vafri fyrir not­endur sem krefj­ast meira. „Venju­legir not­endur sem eru bara að fara á Face­book og skoða nokkrar net­síður hafa enga þörf fyrir það sem við erum að byggja. En ef þú ert not­andi sem ert mikið á net­inu, til dæmis með mjög marga fána (e. tabs) opna, eða byrjar með marga fána, þá bjóðum við upp á svo­kallað „stack­ing“ sem þýðir að þú getur geymt marga fána undir ein­um. Þá er ein­fald­ara að finna hluti. Við fundum upp mögu­leik­ann að hafa síður hlið við hlið á sama skján­um. Og ýmis­legt ann­að. Þetta er fyrir stórnot­endur á net­in­u.“

Það kostar ekk­ert að nið­ur­hala Vivaldi, frekar en flestum öðrum vöfr­um. Það velta því margir fyrir sér hvernig vafra­fyr­ir­tæki standi undir sér. Jón segir að þetta sé ekki mjög flókið mód­el.  „Í fyrsta lagi þarftu rosa­lega marga not­end­ur. Opera þénar um einn dal á hvern not­anda á ári. Þetta eru engar stórar upp­hæð­ir. Fyrir not­endur í PC-­út­gáfu þá þénar fram­leið­and­inn í gegnum leit sem er uppi í hægra horni vafrans. Þá er gerður samn­ingur við leit­ar­fyr­ir­tæk­in. Auk þess er hægt að gera samn­ing við aðra um að bóka­merki (e. book­mark) verði til staðar frá þeim í vafr­an­um. Þá þarftu að reyna að finna fyr­ir­tæki og þjón­ustur sem mark­hópnum þínum ætti að líka við og svo fær fram­leið­and­inn hlut­deild af tekjum sem koma inn.

Ef við miðum við að fá ein dal á hvern not­anda Vivaldi þá þurfum við nokkrar millj­ónir not­enda til að þetta gangi upp miðað við núver­andi starf­semi, og svo reynum við auð­vitað að ná í sem flesta.“

Jón segir að tengsl hans við Ísland, Seltjarnarnes og Gróttu séu sterk. Hann Býr hins vegar ekki hér, heldur í Gloucester á austurströnd Bandaríkjanna.. Jón segir að tengsl hans við Ísland, Sel­tjarn­ar­nes og Gróttu séu sterk. Hann Býr hins vegar ekki hér, heldur í Gloucester á aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna..

Vill styrkja nær­sam­fé­lagið



Það vakti athygli í byrjun árs, um svipað leyti og hægt varð að nið­ur­hala fyrstu útgáf­unni af Vivald­i-vafr­an­um, að nafni heima­vallar knatt­spyrnu­liðs Gróttu var breytt í Vivald­i-­völl­inn, eftir að fyr­ir­tækið gerð­ist einn helsti styrkt­ar­að­ili liðs­ins. Jón segir að sterkt tengsl við Sel­tjarna­nes og Gróttu geri það að verkum að honum finn­ist sjálf­sagt að styrkja félagið og nærum­hverfið með þessum hætti. „Sel­tjarn­ar­nes er mitt heima­sam­fé­lag. Ég er fæddur þar og það eru sterk bönd. Ég spil­aði með Gróttu og mér finnst skemmti­legt að styðja við svona lít­inn klúbb sem von­andi stækk­ar. Ég var til dæmis mjög stoltur þegar kvenna­liðið vann deild­ina í hand­bolta. Það er fyrsti Íslands­meist­ara­tit­ill Gróttu í sög­unni. Ég hafði ekk­ert með það að gera, kom engan veg­inn að því, en var samt mjög stoltur af afrek­inu vegna þess að ég kem af Sel­tjarn­ar­nes­in­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal
None