Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Það á ekki að byggja upp fyrirtæki einungis til þess að selja þau

17351869044_95aa98de9d_z.jpg
Auglýsing

Á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi , í 800 fermetra húsnæði sem árum saman hýsti starfsemi Lyfjastofnunar Íslands en stóð einnig autt lengi, er rekinn merkileg starfsemi, frumkvöðlasetrið Innovation House. Þar fær fólk með ekkert annað en hugmynd í farteskinu tækifæri til að breyta henni í fyrirtæki innan um marga aðra sem eru á sömu vegferð með sínar hugmyndir. Og þeir þurfa einungis að borga nokkra þúsundkalla fyrir aðstöðuna.

Þetta er ekki gróðastarfsemi heldur hugsjónarstarfsemi. Maðurinn sem keypti húsnæðið, og rekur starfsemina, Jón Von Tetzchner, hagnast ekki á fyrirtækjunum sem slíta barnskónum í þessu rými. Hann fær ekki hlutabréf í þeim ef vel gengur eða hlutdeild í arði ef hann verður til. Innovation House er ekki hraðall og það er ekki staður til að finna sér fjárfesta. Í stuttu máli þá er þetta ekki „bisness“ heldur gott og uppbyggilegt umhverfi fyrir sprotafyrirtæki að reyna sig.

Jón segist þó oft vera spurður um ráð frá þeim sem leigja rými í setrinu. „Ráðin sem ég gef eru tiltölulega einföld: ekki taka lán, ekki setja sjálfan þig á hausinn ef verkefnið tekur of langan tíma og forðastu fjárfesta eins lengi og mögulegt er.“

Auglýsing

Það kemur fljótt í ljós þegar maður ræðir við Jón að hann vinnur eftir annarri hugmyndafræði en margir fjárfestar. Hann ákvað til dæmis að koma til Íslands með peninganna sína eftir hrun og fjárfesta í íslenskum frumkvöðlafyrirtækjum. Alls á hann hlut í tíu fyrirtækjum í dag, og átta þeirra eru á Íslandi.

17971341662_3a1c574864_z

 

Hann segir það ljóst að honum þyki umhverfið á Íslandi ekki alslæmt fyrst hann ákvað og koma með peninganna sína hingað og fjárfesta fyrir þá. „Þegar ég kom inn fannst manni enginn annar vera á staðnum. Það var lítið af sjóðum að fjárfesta á þessum tíma. Ég ákvað því að gera þetta sjálfur. Mér finnst þessi fyrirtæki sem ég hef fjárfest í rosalega góð og skemmtileg. Og ég sé enga ástæðu fyrir því að það sé ekki hægt að byggja upp fyrirtæki á Íslandi.

Það er mikil orka hérna, mikið af hugmyndum. það hefur hins vegar vantað áhættufjármagn inn í verkefnin. Ég er rosalega upptekinn af því að slikt fjármagn komi á réttum forsendum. Ég hef sjálfur haft fjárfesta í fyrirtæki sem ég var ekki ánægður með. Ég eyddi því jafnmiklum tíma í að takast á við þá og að reka fyrirtækið.

Það þarf því að vera tiltækt gott fjármagn sem styður undir hugmyndir og fyrirtæki. Það hefur verið að verða til á síðustu tveimur árum, það hafa komið sjóðir inn, sem er mjög jákvætt. Ég held að það sé mikilvægt að það séu fleiri fjárfestingamöguleikar. Að það sé ekki bara einn aðili sem ákveði hvað gangi og hvað gangi ekki.“

Það á ekki að byggja upp fyrirtæki til að selja þau


Jón þekkir það vel að byggja upp fyrirtæki. Hann byggði upp Operu, norskt fyrirtæki sem framleiddi netvafra fyrir lengra komna, og seldi það síðan. Það hljómar því kannski dálítið öfugsnúið að hann segist aldrei fjárfesta í fyrirtækjum með það fyrir augum að selja þau síðar meir. „Hugsunin á ekki að vera sú að byggja upp fyrirtæki til að selja þau. Auðvitað geta ágætis hlutir komið út úr því að það gerist. En í þessum iðnaði sem ég er í þá er mikið af fólki sem telur að allir eigi að vera með uppskrift sem sé þannig að það eigi að selja fyrirtækið eftir þrjú ár og helst erlendis. Ég er ekki sammála þeirri aðferðarfræði. Ég er á öðrum stað.

Auðvitað er það þannig að það á að vera „exit“ fyrir fjárfesta einhvern tímann. Ég fer hins vegar ekki inn í fyrirtæki með „exit“ í huga. Ég vil ekki að fólkið sem ég vinn með hugsi um það heldur. Ég vil að það hugsi um að byggja upp fyrirtækin. Mér finnst það röng hugmyndafræði að byggja upp fyrirtæki bara til þess að selja það.“

Hann hefur líka sterkar skoðanir á eignarhaldi fyrirtækja. Til einföldunar leggur hann mikla áherslu á að starfsfólkið eigi hlut í þeim. Ekki bara fólkið í æðstu stöðunum, heldur allir.„Ég vil að starfsmenn eigi hlut í fyrirtækjunum. Allir starfsmenn. Ekki sumir og sérstaklega ekki bara þeir sem eru á toppnum. Í byrjun hafa hlutabréfin ekkert eiginlegt verðgildi. En það er virði í því að dreifa þeim á alla sem starfa hjá fyrirtækinu. Þá eru allir í sama bát. Hvað sem er sem þú gerir, ef þú hefur trú á því þá virkar það betur. Svo hef ég líka trú á því að ef þú átt hlut í fyrirtækinu, það er þitt, þá hefur það jákvæð áhrif á starf þitt.“

Þessi hugmyndafræði Jóns birtist á margan hátt í starfseminni sem er rekin hjá Innovation House. Til dæmis í opna rýminu sem öll fyrirtækin sem þar eru með aðstöðu deila. Þar er fallegt útsýni yfir sundin. Þegar Lyfjastofnun var með starfsemi sína í húsinu var rýmið hólfað niður og sá eini sem naut útsýnisins var forstjórinn. Veggir skrifstofu hans meinuðu öðrum starfsmönnum aðgangi að því. Jón og hans fólk rifu niður þá veggi. Allir áttu að fá að njóta útsýnisins.

Jón hefur verið iðinn við að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum undanfarin ár. Þau eru orðin alls átta talsins. Jón hefur verið iðinn við að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum undanfarin ár. Þau eru orðin alls átta talsins.

Iðinn við að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum


Jón hefur verið iðinn við að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum undanfarin ár. Og þau eru allskonar. „Þessi fyrirtæki eru ólík og að gera ólíka hluti. OZ er til dæmis með nýja sjónvarpslausn sem mér finnst mjög skemmtileg, þar sem allir geta sett upp stöð. Ég er líka inni í Dohop þar sem tæknin er mjög góð og það er hægt að byggja mikið á því sem er til staðar.

Svo er ég í Smart-Media sem eru að búa til vefverslanir. Ég er inni í Greitt, sem gengur út á greiðsluþjónustu á netinu. Ég á hlut í Spyr, sem er mjög skemmtileg og öðruvísi upplýsingasíða.

Svo er ég auðvitað inni í Örnu. Það er öðruvísi fjárfesting. Öll hin fyrirtækin sem ég á hlut í eru tæknifyrirtæki en Arna er það ekki. Það er fyrirtæki í norðvesturhluta landsins sem býr til mjólkurvörur fyrir þá sem eru með laktósaóþol, þó allir geti auðvitað notað vöruna. Þetta litla fyrirtæki er í samkeppni við stóran risa sem ekki kemur alltaf vel fram, ef maður segir eins og er. Arna er að berjast við að komast inn á markað og varan er rosalega mikilvæg fyrir þá sem þurfa hana. Fyrir alla sem eru til dæmis hrifnir af rjómasósu, en fá í magann af henni, þá er æðislegt að geta borðað hana án þeirra afleiðinga.

Þá kemur að Hringdu, sem er líka í þannig stöðu. Pínulítið fyrirtæki, flinkir krakkar, góð þjónusta, en eru að keppa við risa. Ég er mjög vanur því að keppa við stóra risa. Það var þannig með Operu og mér finnst það gaman. Ef þetta væri einfalt þá gæti hver sem er gert það.“

Jón segir að það sé samfélagslegur ávinningur af fyrirtækjum eins og Örnu og Hringdu. Það sé gaman að vinna í þannig verkefnum.

Jón segir að það sé samfélagslegur ávinningur af fyrirtækjum eins og Örnu og Hringdu. Það sé gaman að vinna í þannig verkefnum. „Að það sem við erum að gera skipti einhverju máli. Mér finnst oft gaman að vinna með fyrirtækjum sem eru í þeirri stöðu að þau eru að gera frábæra hluti en eru í erfiðri samkeppni.

En þetta er líka erfitt. Þegar Arna var að undirbúa sinn aðgang að markaðnum þá þurfti fyrirtækið að hafa samband við MS (Mjólkursamsöluna) til að kaupa háamjólk frá þeim, grunnvöruna sem þeir þurfa. Mér finnst það verðlag sem sett er á hana er út í hött. Arna þarf nánast að borga það sama fyrir vöruna og er sett á hana út í búð. Það er augljóslega mjög erfið staða.

Þar að auki svaraði MS áður en Arna fór á markað með því að setja laktósafríar vörur á markað. Af hverju var ekki hægt að hleypa litlu fyrirtæki inn á markaðinn? Af hverju þurfti einokunarrisinn allt í einu að fara að bjóða upp á sambærilega vöru og það? Það er ekki þannig að Arna sé að ógna MS og varan er fyrir sérstakan hóp.“

Vivaldi fyrir stórnotendur


Stærsta verkefni Jóns í dag er þó í geira sem hann þekkir vel, vafrageiranum. Hann stofnaði fyrir nokkrum misserum fyrirtæði Vivaldi sem gaf í janúar út svokallaða tæknilega útgáfu af vafra. Það þýðir í raun að enn er verið að þróa vafrann og útgáfan því alls ekki endanleg. Viðtökurnar hafa samt sem áður verið magnaðar. Búið er að niðurhala vafranum 1,3 milljón sinnum og hann hefur fengið frábæra dóma hjá tæknifjölmiðlum. Starfsmenn Vivaldi eru alls um 30. Þar af eru rúmlega tugur á Íslandi og annað eins í Noregi.

En Jón var búinn með þennan geira. Hann var þegar búinn að byggja upp fyrirtæki sem bjó til vafra og hann var búinn að selja það fyrirtæki fyrir fullt af peningum. Af hverju fór hann aftur í geirann?

„Þetta var ekki létt ákvörðun. Þegar ég fór út úr Operu þá leit ég á það þannig að ég væri búinn með vafrageirann. En svo á sér stað ákveðin ákvörðunartaka í Operu sem í fólst að þeir kasta grunninum og skipta um notendahóp. Það eru 350 milljónir notendur af Operu í dag. Ég myndi giska á að 300 milljónir þeirra séu að nota gamla grunninn. Þetta er sérstakt.

Ég tel það mjög erfitt. Að fara í samkeppni án þess að hafa neinar viðbætur. Augjóslega þarf vara að vera öðruvísi til að hægt sé að keppa

Opera sagði að þessi notendahópur sem þeir væru með væru einhverjir nördar og að nú vildu þeir ná í venjulega notendur. Því var ákveðið að búa til einfaldari vafra og fara í samkeppni við alla. Ég tel það mjög erfitt. Að fara í samkeppni án þess að hafa neinar viðbætur. Augjóslega þarf vara að vera öðruvísi til að hægt sé að keppa.“

Fyrir flesta netnotendur er vafri bara vafri og erfitt að sjá hvað einn vafri getur boðið upp á framyfir annan. Jón segir að Vivaldi sé vafri fyrir notendur sem krefjast meira. „Venjulegir notendur sem eru bara að fara á Facebook og skoða nokkrar netsíður hafa enga þörf fyrir það sem við erum að byggja. En ef þú ert notandi sem ert mikið á netinu, til dæmis með mjög marga fána (e. tabs) opna, eða byrjar með marga fána, þá bjóðum við upp á svokallað „stacking“ sem þýðir að þú getur geymt marga fána undir einum. Þá er einfaldara að finna hluti. Við fundum upp möguleikann að hafa síður hlið við hlið á sama skjánum. Og ýmislegt annað. Þetta er fyrir stórnotendur á netinu.“

Það kostar ekkert að niðurhala Vivaldi, frekar en flestum öðrum vöfrum. Það velta því margir fyrir sér hvernig vafrafyrirtæki standi undir sér. Jón segir að þetta sé ekki mjög flókið módel.  „Í fyrsta lagi þarftu rosalega marga notendur. Opera þénar um einn dal á hvern notanda á ári. Þetta eru engar stórar upphæðir. Fyrir notendur í PC-útgáfu þá þénar framleiðandinn í gegnum leit sem er uppi í hægra horni vafrans. Þá er gerður samningur við leitarfyrirtækin. Auk þess er hægt að gera samning við aðra um að bókamerki (e. bookmark) verði til staðar frá þeim í vafranum. Þá þarftu að reyna að finna fyrirtæki og þjónustur sem markhópnum þínum ætti að líka við og svo fær framleiðandinn hlutdeild af tekjum sem koma inn.

Ef við miðum við að fá ein dal á hvern notanda Vivaldi þá þurfum við nokkrar milljónir notenda til að þetta gangi upp miðað við núverandi starfsemi, og svo reynum við auðvitað að ná í sem flesta.“

Jón segir að tengsl hans við Ísland, Seltjarnarnes og Gróttu séu sterk. Hann Býr hins vegar ekki hér, heldur í Gloucester á austurströnd Bandaríkjanna.. Jón segir að tengsl hans við Ísland, Seltjarnarnes og Gróttu séu sterk. Hann Býr hins vegar ekki hér, heldur í Gloucester á austurströnd Bandaríkjanna..

Vill styrkja nærsamfélagið


Það vakti athygli í byrjun árs, um svipað leyti og hægt varð að niðurhala fyrstu útgáfunni af Vivaldi-vafranum, að nafni heimavallar knattspyrnuliðs Gróttu var breytt í Vivaldi-völlinn, eftir að fyrirtækið gerðist einn helsti styrktaraðili liðsins. Jón segir að sterkt tengsl við Seltjarnanes og Gróttu geri það að verkum að honum finnist sjálfsagt að styrkja félagið og nærumhverfið með þessum hætti. „Seltjarnarnes er mitt heimasamfélag. Ég er fæddur þar og það eru sterk bönd. Ég spilaði með Gróttu og mér finnst skemmtilegt að styðja við svona lítinn klúbb sem vonandi stækkar. Ég var til dæmis mjög stoltur þegar kvennaliðið vann deildina í handbolta. Það er fyrsti Íslandsmeistaratitill Gróttu í sögunni. Ég hafði ekkert með það að gera, kom engan veginn að því, en var samt mjög stoltur af afrekinu vegna þess að ég kem af Seltjarnarnesinu.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiViðtal
None