Í bakherbergjum RÚV hefur verið pískrað um að Þóra Arnórsdóttir, aðstoðarritstjóri Kastljóss, hafi komist inn í hinn virðulega bandaríska háskóla Yale. Þetta hefur nú verið staðfest á heimasíðu Yale. Hún er þá önnur RÚV-stjarnan sem hefur fengið samþykkta dvöl í stórskóla á skömmum tíma, enda stutt síðan að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann hefði komist inn í svokallað „fellowship“ við Harvard fyrir fólk með reynslu af borgarmálum. Vera hans endar þó ekki með gráðu.
Auglýsing
Gísli hefur þegar tilkynnt að hann muni taka sér ársleyfi vegna þessa. Ef Þóra fer líka í leyfi er ljóst að RÚV þarf að fylla tvö stór skópör næsta vetur.