Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Þróa armband sem eykur öryggi sjómanna

skip_vef.jpg
Auglýsing

Innan háskólasamfélagsins er mikil gróska á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs. Í  Háskólanum í Reykjavík (HR) er mikið lagt upp úr samvinnu milli nemenda í ólíkum greinum og hefur einn áfanganna það að markmiði að vinna að stofnun fyrirtækisins, búa til viðskiptaáætlun og hrinda hlutum í framkvæmd.

Hópur skipaður sex nemendum, Halldóri Guðna Traustasyni nemanda í hátækniverkfærði, Hauki Sigurgeirssyni nemanda í viðskiptafræði, Hákoni Garðari Þorvaldssyni nemanda í hátækniverkfræði, Röskvu Vigfúsdóttur nemanda í sálfræði, Svanhildi Kamillu Sigurðardóttur nemanda í lögfræði, og Mikael Ingasyni, nemanda í viðskiptafræði, hefur unnið að stofnun fyrirtækis í kringum hugmynd sem fæddist í þriggja vikna áfanga í HR. Fyrirtækið heitir Navitech og snýr að því að þróa armband fyrir sjómenn til þess að tryggja betur öryggi þeirra.

Armbandið virkar þannig að ef að sjómaður fellur fyrir borð þá gera neyðarboð frá armbandinu skipstjóra og björgunaraðilum í landi viðvart. Viðeigandi björgunaráætlanir geta þá farið strax í gang og mögulegt að sjá staðsetningu þess sem er með armbandið með GPS tækni.

Auglýsing

Hugmyndin hefur þegar vakið athygli útgerðarfyrirtækja hér á landi og er það ætlun hópsins sem stendur að baki fyrirtækinu að markaðsetja armbandið á alþjóðavettvangi í framtíðinni en í fyrstu stendur til að þróa hugbúnaðinn og tæknina sem armbandið byggir á í samstarfi við viðskiptavini hér á landi.

Nánari upplýsingar um Navitech má sjá á vefsíðu fyrirtækisins hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiGræjur
None