Pólska nýsköpunarfyrirtækið Intelclinic sóttist nýverið eftir 100 þúsund bandaríkjadölum í svokallað „crowdfunding“ hjá stærstu síðu heims í þeim geira, Kickstarter. Varan sem fyrirtækið sóttist eftir fjármagni til að framleiða, heillaði fjárfesta svo mikið að fyrirtækið fékk fjórfalt meira en það sóttist eftir. Í júlí munu fyrstu þrjú þúsund eintökin af NeurOn, fyrstu svefngrímunni fyrir margskiptan svefn, verða send til fjárfestanna. Í kjölfarið fer varan á almennan markað.
> NeurOn svefngríman á að geta gert notandanum kleift að skipta úr mónófasískum svefni yfir í polyfasískan.
> Með þessu á notandinn að geta minnkað svefn sinn í tvo til sex klukkutíma á sólarhring án þess að það hafi áhrif á ferskleika viðkomandi.
>Þetta nýja svefnmynstur, sem samanstendur af nokkrum styttri blundum, á að gera það að verkum að notandinn geti vakað í 28 fleiri tíma á viku.
>Intelclinic heldur því fram að söguleg stórmenni á borð við Da Vinci, Churchill, Jefferson, Franklin, Edison og Napoleon hafi allir sofið á þennan hátt.
Lestu meira um NeuroOn hér.