Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Ættir þú að vera á sveppum?

A.almynd.jpg
Auglýsing

Margar sveppategundir hafa alla tíð verið notaðar til matar, en ekki vita allir að sumir sveppir hafa líka verið notaðir til lækninga öldum saman. Mikil hefð er fyrir notkun sveppa til lækninga í Asíu en undanfarna áratugi hafa þeir einnig náð vinsældum á Vesturlöndum og eru núna vinsælt rannsóknarefni vísindamanna. Áður fyrr voru sveppir eingöngu tíndir villtir og voru sumir þeirra sjaldgæfir og ákaflega verðmætir. Í dag eru sveppir hins vegar ræktaðir í tugþúsunda tonna tali ár hvert bæði til manneldis og í fæðubótarefni. Í þessari grein verður fjallað um þrjár tegundir sveppa sem hafa verið hvað vinsælastar undanfarin ár: reishi, shiitake og maitake. Allir eiga þeir það sameiginlegt að þykja styrkja ónæmiskerfið og hafa verið töluvert rannsakaðir í tengslum við krabbameinsmeðferðir.

almennt_05_06_2014

Reishi (Ganoderma lucidum)
Í Kína á öldum áður þótti reishi-sveppurinn auka langlífi, en hann var sjaldgæfur og því fengu eingöngu keisarinn og hirð hans að njóta hans. Í Japan er notkun reishi samhliða annarri krabbameinsmeðferð viðurkennd af japanska heilbrigðisráðuneytinu, en reishi-sveppurinn er talinn auka áhrif hefðbundinnar lyfjameðferðar við krabbameini og draga úr aukaverkunum hennar. Reishi er einnig talinn hafa jafnvægis­stillandi áhrif á ónæmiskerfið og hefur verið notaður gegn sjálfsofnæmissjúkdómum eins og liðagigt, MS og lúpus og einnig lifrarbólgu B og C, vefjagigt, HIV/AIDS og herpes vírus.

Auglýsing
 • styrkir og kemur jafnvægi á ónæmiskerfið
 • langvarandi bronkítis, astmi og hósti
 • styrkir hjarta- og æðakerfi
 • hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról
 • styrkir og verndar lifur
 • svefnleysi, stress, kvíði
 • bakteríu-, sveppa- og vírusdrepandi
 • hár blóðsykur
 • krabbamein

Shiitake (Lentinula edodes)
Shiitake-sveppir fást bæði ferskir og þurrkaðir í matvöru­búðum hérlendis. Extrakt kallaður Lenantin sem unnið er úr shiitake-sveppum og gefið er í sprautuformi er viðurkennt lyf í Japan og er notað við krabbameini, HIV og lifrarbólgu B og C. Extrakt kallað LEM er hins vegar algengt í töfluformi í Asíu og Bandaríkjum.

 • hátt kólesteról
 • styrkir og verndar lifur
 • styrkir ónæmiskerfið
 • kvef og bronktítis
 • krabbamein

Maitake (Grifola frondosa)
Maitake-sveppurinn hefur þó nokkuð verið rannsakaður við krabbameini en aðallega þó í tilraunaglösum eða á dýrum. Í flestum tilfellum er verið að rannsaka einangrað efni í sveppnum sem kallast maitake-D-fraction.

 • Styrkir og kemur jafnvægi á ónæmiskerfið
 • Bakteríu-, sveppa- og vírusdrepandi
 • Hátt kólesteról
 • Hár blóðsykur
 • krabbamein

Skammtar
Ýmsar tegundir af hylkjum og dufti unnu úr ofangreindum sveppum fást í heilsubúðum hérlendis. Reishi: 3-12 g af dufti á dag. 3x300 mg hylki (1:5) þrisvar á dag. Shiitake: 6-16 g af dufti á dag. 300 mg hylki þrisvar á dag. Maitake: 5-10 g af dufti á dag. 2x500 mg hylki tvisvar til þrisvar á dag.
Varúð
Þeir sem eru með ofnæmi gegn sveppum mega ekki taka ofangreinda sveppi. Í stórum skömmtum geta þessir sveppir valdið meltingartruflunum og niðurgangi. Hætta skal notkun reishi a.m.k. einni viku fyrir skurðaðgerð. Konum með miklar tíðablæðingar er ekki ráðlagt að taka stóra skammta af reishi.

Heimildir
Botanical Safety Handbook. 2013. AHPA (American Herbal Products Association). 2. útg. CRC Press, Florida, USA.

Hobbs Christopher. 1995. Medicinal Mushrooms. Botanica Press, Tennessee, USA.

Rogers Robert. 2011. The Fungal Pharmacy. North Atlantic Books, California, USA.

Tillotsson Alan Keith. 2001. The One Earth Herbal Source­book. Kensington Books, New York, USA.
Winston David og Kuhn.M. 2008. Herbal Therapy and Supplements. Lippincott Williams and Wilkins, PA, USA.

Greinin birtist fyrst í nýjasta Kjarnanum. Lestu hann í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None