Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp 5: Ríki með hæstu ráðstöfunartekjurnar

money.jpg
Auglýsing

Einka­neysla skiptir Íslend­inga miklu máli. Við viljum hafa nóg af pen­ingum í budd­unni eftir að hafa greitt til sam­neysl­unnar til að kaupa fullt af fínu dóti. Því hærri sem ráð­stöf­un­ar­tekj­urnar eru í byrjun mán­að­ar, því ham­ingju­sam­ari virð­umst við vera. Og því lægri sem þær verða, því pirraðri verðum við. Það sést á fjölda þeirra sem nenna að taka þátt í mót­mælum þegar þau snú­ast um pen­inga. Hann er mörg hund­ruð sinnum meiri en þegar verið er að mót­mæla stríðum í fjar­lægum löndum eða eyð­ingu jarðar af manna­völd­um.

Efna­hags- og fram­fara­stofn­unin (OECD) tekur árlega saman tölur um í hvaða ríkjum hæstu ráð­stöf­un­ar­tekj­urnar eru. Hér fyrir neðan er nýjasta yfir­lit stofn­un­ar­inn­ar, en það sýnir stöðu ríkj­anna í árs­lok 2012. Þess má geta að Ísland kemst ekki á topp 30, enda lækk­uðu ráð­stöf­un­ar­tekjur okkar mest allra aðild­ar­ríkja OECD á árunum 2007 til 2010. Það mun taka tíma, og útsjón­ar­semi, að laga þá stöðu.

5. Svisssviss

Sviss er þekkt fyrir osta,alpa, klukkur og nán­ast bíræfna banka­leynd. Staða þeirra sem hlut­laus­asta ríkis jarð­ar­innar gerir þeim líka kleift að haga málum sínum öðru­vísi en aðr­ir. Sviss notar þá stöðu til dæmis til að lokka til sín höf­uð­stöðvar stórra fyr­ir­tækja með afar hag­stæðu skattaum­hverfi. Með­al­ráð­stöf­un­ar­tekjur Sviss­lend­inga, eftir að þeir hafa greitt skatta og gjöld, eru tæp­lega 3,9 millj­ónir króna á ári. Fyrir skatta og gjöld þéna þeir rúm­lega 6,4 millj­ónir króna á ári.

Auglýsing

4. Ástr­alíaastralia

Margir eru fastir í þeirri kreddu­hugsun að glæpa­menn séu ólík­legir til að verða nýtir þjóð­fé­lags­þegnar eftir að afplánun þeirra lýk­ur. Fyrrum fanganý­lendan Ástr­alía afsannar þá kenn­ingu með stæl. Miklar nátt­úru­auð­lindir hafa vissu­lega hjálpað til en Ástr­alir eru auk þess leið­andi í fjar­skipt­um, fjár­mála­heim­inum og í allskyns fram­leiðslu. Hver og einn Ástr­ali vinnur sér inn að með­al­tali um sex millj­ónir króna. Eftir skatta skilur sú vinna eftir rúmar fjórar millj­ónir króna í veskjum þeirra að með­al­tali.

3. Lúx­em­borglux

Lúx­em­borg er í hjarta Evr­ópu, með landa­mæri að öllum löndum meg­in­lands­ins sem skipta mestu máli, er alþjóð­leg fjár­mála­mið­stöð og hýsir nokkrar mik­il­væg­ustu stofn­anir Evr­ópu­sam­bands­ins, eins og Evr­ópu­dóm­stól­inn. Það hjálpar auð­vitað til við að pumpa upp fjár­hag­inn að Lúx­em­borg er eitt umfangs­mesta skatta­skjól ver­ald­ar. Íbú­arnir hafa þó ágætt upp úr þessu öllu sam­an. Hver og einn íbúi þénar að með­al­tali um 6,4 millj­ónir króna á ári fyrir skatta og gjöld og fær rúm­lega fjórar millj­ónir króna eftir greiðslu þeirra til að eyða að vild.

2. Írland 

irland2

Írland varð, ásamt Íslandi, aug­lýs­inga­spjalds­drengur (e. poster-­boy) fjár­mála­legs óhofs og fram­úr­keyslu þegar alþjóð­lega banka­hrunið skall á haustið 2008. Landið var ítrekað kallað körfu­dæmi (e. basket-case) og ótt­ast var mjög um nán­ustu fram­tíð þess. Það virð­ist hafa verið óþarfi. Lág­skatta­stefna Íranna virð­ist hafa dregið þá mjög fljótt aftur í gang og ráð­stöf­un­ar­tekjur þeirra eru nú þær næst hæstu í heim­inum að með­al­tali á mann. Hver og einn þeirra fær um 4,6 millj­ónir króna í veskið á ári til að eyða í það sem honum sýn­ist.

1. Banda­ríkinbna

Auð­vitað er land hinna hug­uðu og frjálsu í fyrsta sæti. Banda­ríkin eru enda valda­mesta ríki heims og heim­ili hins heilaga draums um að hver sé sinnar eigin gæfu smið­ur. Í banda­rísku útgáf­unni snýst gæfan reyndar nán­ast ein­vörð­ungu um að græða sem mesta pen­inga. Og það er heldur betur að ganga eft­ir. Þótt mis­skipt­ingin sé vissu­lega mikil þar í landi þá fær hver og einn Banda­ríkja­maður á vinnu­mark­aði að með­al­tali um 4,7 millj­ónir króna árlega í veskið til að ráð­stafa að vild eftir greiðslur skatta og gjalda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiTopp 5
None