Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp 5: Ríki með hæstu ráðstöfunartekjurnar

money.jpg
Auglýsing

Einka­neysla skiptir Íslend­inga miklu máli. Við viljum hafa nóg af pen­ingum í budd­unni eftir að hafa greitt til sam­neysl­unnar til að kaupa fullt af fínu dóti. Því hærri sem ráð­stöf­un­ar­tekj­urnar eru í byrjun mán­að­ar, því ham­ingju­sam­ari virð­umst við vera. Og því lægri sem þær verða, því pirraðri verðum við. Það sést á fjölda þeirra sem nenna að taka þátt í mót­mælum þegar þau snú­ast um pen­inga. Hann er mörg hund­ruð sinnum meiri en þegar verið er að mót­mæla stríðum í fjar­lægum löndum eða eyð­ingu jarðar af manna­völd­um.

Efna­hags- og fram­fara­stofn­unin (OECD) tekur árlega saman tölur um í hvaða ríkjum hæstu ráð­stöf­un­ar­tekj­urnar eru. Hér fyrir neðan er nýjasta yfir­lit stofn­un­ar­inn­ar, en það sýnir stöðu ríkj­anna í árs­lok 2012. Þess má geta að Ísland kemst ekki á topp 30, enda lækk­uðu ráð­stöf­un­ar­tekjur okkar mest allra aðild­ar­ríkja OECD á árunum 2007 til 2010. Það mun taka tíma, og útsjón­ar­semi, að laga þá stöðu.

5. Svisssviss

Sviss er þekkt fyrir osta,alpa, klukkur og nán­ast bíræfna banka­leynd. Staða þeirra sem hlut­laus­asta ríkis jarð­ar­innar gerir þeim líka kleift að haga málum sínum öðru­vísi en aðr­ir. Sviss notar þá stöðu til dæmis til að lokka til sín höf­uð­stöðvar stórra fyr­ir­tækja með afar hag­stæðu skattaum­hverfi. Með­al­ráð­stöf­un­ar­tekjur Sviss­lend­inga, eftir að þeir hafa greitt skatta og gjöld, eru tæp­lega 3,9 millj­ónir króna á ári. Fyrir skatta og gjöld þéna þeir rúm­lega 6,4 millj­ónir króna á ári.

Auglýsing

4. Ástr­alíaastralia

Margir eru fastir í þeirri kreddu­hugsun að glæpa­menn séu ólík­legir til að verða nýtir þjóð­fé­lags­þegnar eftir að afplánun þeirra lýk­ur. Fyrrum fanganý­lendan Ástr­alía afsannar þá kenn­ingu með stæl. Miklar nátt­úru­auð­lindir hafa vissu­lega hjálpað til en Ástr­alir eru auk þess leið­andi í fjar­skipt­um, fjár­mála­heim­inum og í allskyns fram­leiðslu. Hver og einn Ástr­ali vinnur sér inn að með­al­tali um sex millj­ónir króna. Eftir skatta skilur sú vinna eftir rúmar fjórar millj­ónir króna í veskjum þeirra að með­al­tali.

3. Lúx­em­borglux

Lúx­em­borg er í hjarta Evr­ópu, með landa­mæri að öllum löndum meg­in­lands­ins sem skipta mestu máli, er alþjóð­leg fjár­mála­mið­stöð og hýsir nokkrar mik­il­væg­ustu stofn­anir Evr­ópu­sam­bands­ins, eins og Evr­ópu­dóm­stól­inn. Það hjálpar auð­vitað til við að pumpa upp fjár­hag­inn að Lúx­em­borg er eitt umfangs­mesta skatta­skjól ver­ald­ar. Íbú­arnir hafa þó ágætt upp úr þessu öllu sam­an. Hver og einn íbúi þénar að með­al­tali um 6,4 millj­ónir króna á ári fyrir skatta og gjöld og fær rúm­lega fjórar millj­ónir króna eftir greiðslu þeirra til að eyða að vild.

2. Írland 

irland2

Írland varð, ásamt Íslandi, aug­lýs­inga­spjalds­drengur (e. poster-­boy) fjár­mála­legs óhofs og fram­úr­keyslu þegar alþjóð­lega banka­hrunið skall á haustið 2008. Landið var ítrekað kallað körfu­dæmi (e. basket-case) og ótt­ast var mjög um nán­ustu fram­tíð þess. Það virð­ist hafa verið óþarfi. Lág­skatta­stefna Íranna virð­ist hafa dregið þá mjög fljótt aftur í gang og ráð­stöf­un­ar­tekjur þeirra eru nú þær næst hæstu í heim­inum að með­al­tali á mann. Hver og einn þeirra fær um 4,6 millj­ónir króna í veskið á ári til að eyða í það sem honum sýn­ist.

1. Banda­ríkinbna

Auð­vitað er land hinna hug­uðu og frjálsu í fyrsta sæti. Banda­ríkin eru enda valda­mesta ríki heims og heim­ili hins heilaga draums um að hver sé sinnar eigin gæfu smið­ur. Í banda­rísku útgáf­unni snýst gæfan reyndar nán­ast ein­vörð­ungu um að græða sem mesta pen­inga. Og það er heldur betur að ganga eft­ir. Þótt mis­skipt­ingin sé vissu­lega mikil þar í landi þá fær hver og einn Banda­ríkja­maður á vinnu­mark­aði að með­al­tali um 4,7 millj­ónir króna árlega í veskið til að ráð­stafa að vild eftir greiðslur skatta og gjalda.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiTopp 5
None