Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Pæling dagsins: Alvarleg staða blasti við Emil

Emilhallfreds.jpg
Auglýsing

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Karla­lands­lið Íslands í fót­bolta mætir Lett­landi í dag, klukkan 18:45, í öðrum leik rið­ils­ins í und­ankeppni EM. Fyrsti leik­ur­inn vannst 3-0 gegn Tyrkj­um, von­andi mun ganga vel áfram. Einn leik­manna liðs­ins, Emil Hall­freðs­son, hefur verið í við­tölum upp á síðkastið við fjöl­miðla. Hann missti föður sinn nýlega úr krabba­meini og hefur sýnt hversu heil­steyptur og magn­aður full­trúi íslenskra íþrótta á erlendri grundu hann er. Hann er fjöl­skyldu­maður sem lætur verkin tala á vell­in­um, er í topp­bar­áttu í Sería A með Hellas Ver­ona á Ítal­íu, og hefur bætt sig mikið sem leik­mað­ur. Í áhuga­verðu við­tali við vef­síð­una Fot­bolta.­net ræddi hann um heil­brigð­is­kerf­ið, og alvar­lega stöðu sem blasti við hon­um, og sagði þar meðal ann­ars. „Þetta hefur fengið mann til að hugsa um hvernig heil­brigð­is­kerfið er á Íslandi. Pabbi þurfti að breyta um lyf sem fóru mjög illa í hann - lyf sem síðar kom í ljós að virk­uðu ekki á mein­ið. Þegar hann var alveg að fram kom­inn hafði hann sam­band við lækn­inn sinn, sem reynd­ist vera í fríi. Þá komumst við að því að að það voru ein­ungis tveir krabba­meins­læknar á Land­spít­al­anum og því gat eng­inn sinn honum í tvo mán­uði. Maður hefur aldrei pælt í svona hlutum og hversu skert þjón­ustan er á Íslandi. Ef pabbi hefði haft betri eft­ir­fylgni tel ég að honum hafi getað liðið bet­ur, verið minna kval­inn, síð­asta einn og hálfan mán­uð­inn eða svo.“ Sann­ar­lega umhugs­un­ar­efni.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None