Sala á tónlist í gegnum netið hefur stóraukist á undanförnum árum. Á þessu ári hefur sú þróun haldið áfram, samkvæmt upplýsingum úr skýrslu IFPI um stafrænan markað með tónlist (Digital Music Report 2014).
Í efstu sætum yfir mest seldu lögin á netinu er lagið umdeilda Blurred Lines með Robin Thicke, TI og Pharrell Williams. Lagið hefur selst í 14,8 milljónum eintaka á heimsvísu, samkvæmt fyrrnefndri skýrslu.
Heildarumfang tónlistarsölu á netinu er áætlað 5,9 milljarðar Bandaríkjadala á ári, eða sem nemur um 700 milljörðum íslenskra króna, að því er fram kemur í skýrslunni.
Listinn er yfir fimm mest seldu lögin er eftirfarandi.
- Robin Thicek, TI og Pharrel Williams - Blurred Lines 14,8 milljón sölur.
2. Mackelmore og Ryan Lewis ásamt Wanz - Thrift Shop 13,4 milljón sölur.
-
Avicii - Wake Me Up - 11,1 milljón sölur.
-
Pink ásamt Nate Ruess - Just Give Me a Reason - 9,9 milljón sölur.
-
Kate Perry - Roar -9,9 milljón sölur.
http://www.youtube.com/watch?v=yyDUC1LUXSU