Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp 10: Kosningarnar sem breyttu heiminum

hitleerinn.jpg
Auglýsing

Kosn­ingar skipta sköp­um. Þær eru stór­kost­legt fyr­ir­bæri, lýð­ræðið í sinni tær­ustu mynd. Í gegnum sög­una hafa kosn­ingar líka leitt af sér stöðu sem síðan verður að jarð­vegi fyrir öfgar, með skelfi­legum afleið­ing­um. En oft hafa þær líka verið lyk­ill­inn að stór­kost­legum mann­rétt­inda­um­bótum og fram­för­um. Krist­inn Haukur Guðna­son sagn­fræð­ingur fjallar tíu mik­il­vægar kosn­ing­ar, sem svo sann­ar­lega breyttu heim­inum og gangi sög­unn­ar.

1. Þýsku þing­kosn­ing­arnar mars 1933



Mikil stjórn­ar­kreppa var í Þýska­landi í upp­hafi fjórða ára­tug­ar­ins. Það var vegna þess að tveir and­lýð­ræð­is­flokk­ar, Nas­ista­flokk­ur­inn (NS­DAP) og Komm­ún­ista­flokk­ur­inn (K­P­D), voru með meiri­hluta á þingi. Kosn­ing­arnar í mars 1933 voru haldnar nokkrum dögum eftir þing­hús­brun­ann mikla og nas­istar græddu mikið á því. Þeir bættu við sig 10% og voru með sam­tals 44% og orðnir langstærsti flokk­ur­inn. Með hjálp ann­arra flokka náði Hitler að knýja fram ein­ræði. Hann bann­aði aðra stjórn­mála­flokka og engar fleiri lýð­ræð­is­legar kosn­ingar voru haldnar í valda­tíð hans. Allir þekkja fram­hald­ið.

 2. For­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­unum 1860



lincolnÞræla­hald hafði verið mikið þrætu­epli í amer­ískum stjórn­málum í langan tíma fram að þessu og Repúblíkana­flokk­ur­inn bein­línis stofn­aður til höf­uðs þræla­hald­i. Demókra­ta­flokk­ur­inn klofn­aði og sam­tals voru fjórir fram­bjóð­endur til kosn­ing­anna. Repúblík­an­inn Abra­ham Lincoln sigr­aði með tæp­lega 40% atkvæða en 60% kjör­manna. Strax eftir kosn­ing­arnar hófu suð­ur­rík­in, eitt af öðru, að segja sig úr lögum við Banda­ríkin og borg­ara­styrj­öld hófst í kjöl­far­ið. Eftir fjögur ár af geysi­legu blóð­baði sam­ein­uð­ust Banda­ríkin aftur og þræla­hald var úr sög­unni.

3. Þing­kosn­ingar í Suður Afr­íku 1994



mandelaKosn­ing­arnar mörk­uðu enda­lok hins mikla nið­ur­læg­ing­ar­skeiðs sem Apartheid var. Loks­ins gátu allir Suður Afr­íku­menn kosið til lög­gjaf­ar­þings óháð kyn­þætti. Nel­son Mand­ela hafði verið lát­inn laus úr fang­elsi fjórum árum áður og hann leiddi African National Con­gress (ANC) til yfir­burða­sig­urs með tæp­lega 63% fylgi. Mand­ela varð for­seti og ANC hefur ekki sleppt stjórn­ar­taumunum síð­an. National Party (N­P), sem hafði stýrt land­inu í krafti apartheid í ára­tugi fékk aðeins 20%. Kjör­dag­ur­inn 27. apríl er þjóð­há­tíð­ar­dagur í Suður Afr­íku, kall­aður Frels­is­dag­ur­inn.

 

4. Þing­kosn­ingar í Nýja Sjá­landi 1893



Tribute_to_the_Suffragettes,_close_upFrjáls­lyndir unnu kosn­ing­arnar með tæp­lega 60% af greiddum atkvæðum en það skiptir í sjálfu sér engu máli. Það sem skiptir máli er að þetta var í fyrsta sinn sem konur fengu að kjósa til þjóð­þings sjálfs­stæðs rík­is. Ein­ungis nokkrum vikum áður höfðu nýsjá­lenskar konur fengið kosn­inga­rétt. Súfra­gettan Kate Shepp­ard var einn helsti hvata­mað­ur­inn að þessu og Nýja Sjá­land komst ræki­lega á kortið í kven­rétt­inda­bar­átt­unni. Ástr­alía fylgdi þeim 9 árum síðar en Evr­ópa og Banda­ríkin tóku ekki við sér fyrr en rúm­lega 20 árum síð­ar.

 

Auglýsing

5. Kosn­ingar til Evr­ópu­þings­ins 1979



eu.flagEvr­ópu­sam­starfið hafði verið í þróun frá því snemma á sjötta ára­tugnum og þát­töku­ríki Evr­ópu­banda­lags­ins höfðu sent full­trúa af þjóð­þingum til þess að stýra því. Árið 1979 var Evr­ópu­þingið sett upp og sér­stakir full­trúar kosnir sam­tímis í aðild­ar­lönd­un­um. Þetta var fyrsta alþjóða­kosn­ing­in, haldin í 9 löndum alls og lög­gjaf­ar­vald sam­bands­ins var stór­bætt. Ekki var eig­in­leg stjórn mynduð en sós­í­alde­mókratar urðu stærsti flokk­ur­inn á þing­inu. Grunn­ur­inn að þeim flokka­banda­lögum sem ennþá eru til var lagður í þessum fyrstu kosn­ing­um.

6. Þing og hér­aðs­kosn­ingar í Breska Ind­landi 1945-1946



gandhiUndir lok seinni heim­styrj­aldar var ljóst að Bretar voru að missa tökin á Ind­land­i. Indian National Con­gress (INC), flokkur Mahatma Gand­hi, vann yfir­burða­sigur ef litið er til þing­sæta með um 60%. En raun­veru­legir sig­ur­ver­arar kosn­ing­anna voru Muhammad Ali Jinnah og Muslim League (AIM­L)  sem unnu afger­andi sigur í þeim hér­uðum þar sem múslimar voru í meiri­hluta. Krafa þeirra um sjálf­stætt Pakistan var því meit­luð í stein þrátt fyrir til­raunir INC til að halda land­inu sam­an. Ind­land og Pakistan fengu sjálf­stæði í sitt hvoru lagi árið 1947 og hafa sam­skipti ríkj­anna tveggja verið erfið alla tíð síð­an.

7. Þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur í Aust­ur-­Evr­ópu 1990-1992



stalinÞegar Sov­ét­ríkin og Júgóslavía lið­uð­ust í sundur í upp­hafi tíunda ára­tugs­ins urðu til fjöl­mörg ný ríki. Flest þess­ara ríkja héldu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur til þess að veita til­veru sinni lög­mæti. Alls staðar þar sem slíkar atkvæða­greiðslur voru haldnar var sjálf­stæði sam­þykkt með yfir­burðum (allt að 99%) nema í Svart­fjalla­landi. Rúss­neskir og serbneskir minni­hlutar ákváðu þó yfir­leitt að snið­ganga þessar atkvæða­greiðsl­ur. Þeir héldu jafn­vel sínar eigin atkvæða­greiðslur sem ekki voru við­ur­kenndar af nýju ríkj­un­um, t.d. í Suður Ossetíu og Transni­str­íu. Eftir atkvæða­greiðsl­una í Bosníu 1992 braust út hið skelfi­lega stríð þar í landi með til­heyr­andi þjóð­ern­is­hreins­un­um.

8. For­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­unum 2000



algoreKos­ing­arnar 2000 voru þær jöfn­ustu í Banda­ríkj­unum síðan Kenn­edy vann árið 1960 og í fyrsta sinn síðan á 19. öld sem for­seti var kos­inn með minni­hluta atkvæða. Demókrat­inn Al Gore fékk um hálfri milljón fleiri atkvæði en Repúblík­an­inn Ge­orge W. Bush. Það merki­leg­asta við þessar kosn­ingar var óvissan, kjör­dagur kom og fór og eng­inn vissi hver var for­seti Banda­ríkj­anna. Fjöl­miðlar brugð­ust alger­lega þegar þeir lýstu yfir sig­ur­veg­ara í ákveðnum ríkjum án þess að hafa nægar upp­lýs­ing­ar. Þetta var gríð­ar­legt áfall fyrir ríki sem skil­greinir sig sem helsta vígi lýð­ræðis í heim­in­um. Dóm­stólar þurftu að skera á hnút­inn í Flór­ída en öllum var ljóst að pottur var brot­inn í kosn­inga­fram­kvæmd­inni þar. Kosn­ingin var talin eitt alls­herjar klúður og mörg fylki tóku kosn­inga­kerfi sín til end­ur­skoð­un­ar.

 

9. Þing­kosn­ingar í Ítalíu 1994



berlusconiÁrið 1994 ýttu ítalskir kjós­endur á res­et-hnapp­inn. Gríð­ar­leg spill­ing­ar­mál og tengsl stjórn­mála­manna við mafí­una komu upp á yfir­borðið og ákveðið var í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu að breyta kosn­inga­kerf­inu. Kosn­inga­úr­slitin sjálf voru hreint ótrú­leg. Hinn stóri flokk­ur Kristi­legra demókrata missti 177 af 206 þing­sætum sín­um. Sós­í­alista­flokk­ur­inn missti 76 af 92 sætum sín­um. Fleiri rót­grónir flokkar á hægri og vinstri vængnum misstu nán­ast allt sitt. Hinn nýji flokkur millj­arð­ar­mær­ings­ins og fjöl­miðla­mó­gúls­ins Sil­vio Berluscon­i, Forza Italia, var sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna og hefur verið leið­andi afl í ítölskum stjórn­málum æ síð­an. Ekki er þó hægt að segja að ítölsk stjórn­mál hafi hreinsað sig af spill­ingu og skandölum við þessa breyt­ingu.

10. Kosn­ingar í Írlandi til breska þings­ins 1918



Gríð­ar­leg vatna­skil urðu í kosn­ing­un­um. Hóf­sömu þjóð­ern­is­sinn­arn­ir IPP voru ger­sigr­aðir af hinum rót­tæku Sinn FéinÍrskir iraSam­bands­sinnar unnu stóran sigur í nyrstu sýsl­un­um. Sinn Féin lið­ar, sem margir höfðu tekið þátt í upp­reisn­inni tveimur árum áður og voru jafn­vel í fang­elsi, neit­uðu að mæta til London og settu í stað­inn upp eigið þing í Dublin. Þetta þing lýsti yfir sjálf­stæði lýð­veld­is­ins Írlands og gerði IRA að opin­berum her lýð­veld­is­ins. Stríð við Bret­land braust út í kjöl­far­ið. Stríð­inu lauk með því að Írland fékk fullt sjálf­stæði árið 1922 en nyrstu sýsl­urnar sátu eftir í Stóra-Bret­landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None