Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp 10: Kosningarnar sem breyttu heiminum

hitleerinn.jpg
Auglýsing

Kosn­ingar skipta sköp­um. Þær eru stór­kost­legt fyr­ir­bæri, lýð­ræðið í sinni tær­ustu mynd. Í gegnum sög­una hafa kosn­ingar líka leitt af sér stöðu sem síðan verður að jarð­vegi fyrir öfgar, með skelfi­legum afleið­ing­um. En oft hafa þær líka verið lyk­ill­inn að stór­kost­legum mann­rétt­inda­um­bótum og fram­för­um. Krist­inn Haukur Guðna­son sagn­fræð­ingur fjallar tíu mik­il­vægar kosn­ing­ar, sem svo sann­ar­lega breyttu heim­inum og gangi sög­unn­ar.

1. Þýsku þing­kosn­ing­arnar mars 1933Mikil stjórn­ar­kreppa var í Þýska­landi í upp­hafi fjórða ára­tug­ar­ins. Það var vegna þess að tveir and­lýð­ræð­is­flokk­ar, Nas­ista­flokk­ur­inn (NS­DAP) og Komm­ún­ista­flokk­ur­inn (K­P­D), voru með meiri­hluta á þingi. Kosn­ing­arnar í mars 1933 voru haldnar nokkrum dögum eftir þing­hús­brun­ann mikla og nas­istar græddu mikið á því. Þeir bættu við sig 10% og voru með sam­tals 44% og orðnir langstærsti flokk­ur­inn. Með hjálp ann­arra flokka náði Hitler að knýja fram ein­ræði. Hann bann­aði aðra stjórn­mála­flokka og engar fleiri lýð­ræð­is­legar kosn­ingar voru haldnar í valda­tíð hans. Allir þekkja fram­hald­ið.

 2. For­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­unum 1860lincolnÞræla­hald hafði verið mikið þrætu­epli í amer­ískum stjórn­málum í langan tíma fram að þessu og Repúblíkana­flokk­ur­inn bein­línis stofn­aður til höf­uðs þræla­hald­i. Demókra­ta­flokk­ur­inn klofn­aði og sam­tals voru fjórir fram­bjóð­endur til kosn­ing­anna. Repúblík­an­inn Abra­ham Lincoln sigr­aði með tæp­lega 40% atkvæða en 60% kjör­manna. Strax eftir kosn­ing­arnar hófu suð­ur­rík­in, eitt af öðru, að segja sig úr lögum við Banda­ríkin og borg­ara­styrj­öld hófst í kjöl­far­ið. Eftir fjögur ár af geysi­legu blóð­baði sam­ein­uð­ust Banda­ríkin aftur og þræla­hald var úr sög­unni.

3. Þing­kosn­ingar í Suður Afr­íku 1994mandelaKosn­ing­arnar mörk­uðu enda­lok hins mikla nið­ur­læg­ing­ar­skeiðs sem Apartheid var. Loks­ins gátu allir Suður Afr­íku­menn kosið til lög­gjaf­ar­þings óháð kyn­þætti. Nel­son Mand­ela hafði verið lát­inn laus úr fang­elsi fjórum árum áður og hann leiddi African National Con­gress (ANC) til yfir­burða­sig­urs með tæp­lega 63% fylgi. Mand­ela varð for­seti og ANC hefur ekki sleppt stjórn­ar­taumunum síð­an. National Party (N­P), sem hafði stýrt land­inu í krafti apartheid í ára­tugi fékk aðeins 20%. Kjör­dag­ur­inn 27. apríl er þjóð­há­tíð­ar­dagur í Suður Afr­íku, kall­aður Frels­is­dag­ur­inn.

 

4. Þing­kosn­ingar í Nýja Sjá­landi 1893Tribute_to_the_Suffragettes,_close_upFrjáls­lyndir unnu kosn­ing­arnar með tæp­lega 60% af greiddum atkvæðum en það skiptir í sjálfu sér engu máli. Það sem skiptir máli er að þetta var í fyrsta sinn sem konur fengu að kjósa til þjóð­þings sjálfs­stæðs rík­is. Ein­ungis nokkrum vikum áður höfðu nýsjá­lenskar konur fengið kosn­inga­rétt. Súfra­gettan Kate Shepp­ard var einn helsti hvata­mað­ur­inn að þessu og Nýja Sjá­land komst ræki­lega á kortið í kven­rétt­inda­bar­átt­unni. Ástr­alía fylgdi þeim 9 árum síðar en Evr­ópa og Banda­ríkin tóku ekki við sér fyrr en rúm­lega 20 árum síð­ar.

 

Auglýsing

5. Kosn­ingar til Evr­ópu­þings­ins 1979eu.flagEvr­ópu­sam­starfið hafði verið í þróun frá því snemma á sjötta ára­tugnum og þát­töku­ríki Evr­ópu­banda­lags­ins höfðu sent full­trúa af þjóð­þingum til þess að stýra því. Árið 1979 var Evr­ópu­þingið sett upp og sér­stakir full­trúar kosnir sam­tímis í aðild­ar­lönd­un­um. Þetta var fyrsta alþjóða­kosn­ing­in, haldin í 9 löndum alls og lög­gjaf­ar­vald sam­bands­ins var stór­bætt. Ekki var eig­in­leg stjórn mynduð en sós­í­alde­mókratar urðu stærsti flokk­ur­inn á þing­inu. Grunn­ur­inn að þeim flokka­banda­lögum sem ennþá eru til var lagður í þessum fyrstu kosn­ing­um.

6. Þing og hér­aðs­kosn­ingar í Breska Ind­landi 1945-1946gandhiUndir lok seinni heim­styrj­aldar var ljóst að Bretar voru að missa tökin á Ind­land­i. Indian National Con­gress (INC), flokkur Mahatma Gand­hi, vann yfir­burða­sigur ef litið er til þing­sæta með um 60%. En raun­veru­legir sig­ur­ver­arar kosn­ing­anna voru Muhammad Ali Jinnah og Muslim League (AIM­L)  sem unnu afger­andi sigur í þeim hér­uðum þar sem múslimar voru í meiri­hluta. Krafa þeirra um sjálf­stætt Pakistan var því meit­luð í stein þrátt fyrir til­raunir INC til að halda land­inu sam­an. Ind­land og Pakistan fengu sjálf­stæði í sitt hvoru lagi árið 1947 og hafa sam­skipti ríkj­anna tveggja verið erfið alla tíð síð­an.

7. Þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur í Aust­ur-­Evr­ópu 1990-1992stalinÞegar Sov­ét­ríkin og Júgóslavía lið­uð­ust í sundur í upp­hafi tíunda ára­tugs­ins urðu til fjöl­mörg ný ríki. Flest þess­ara ríkja héldu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur til þess að veita til­veru sinni lög­mæti. Alls staðar þar sem slíkar atkvæða­greiðslur voru haldnar var sjálf­stæði sam­þykkt með yfir­burðum (allt að 99%) nema í Svart­fjalla­landi. Rúss­neskir og serbneskir minni­hlutar ákváðu þó yfir­leitt að snið­ganga þessar atkvæða­greiðsl­ur. Þeir héldu jafn­vel sínar eigin atkvæða­greiðslur sem ekki voru við­ur­kenndar af nýju ríkj­un­um, t.d. í Suður Ossetíu og Transni­str­íu. Eftir atkvæða­greiðsl­una í Bosníu 1992 braust út hið skelfi­lega stríð þar í landi með til­heyr­andi þjóð­ern­is­hreins­un­um.

8. For­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­unum 2000algoreKos­ing­arnar 2000 voru þær jöfn­ustu í Banda­ríkj­unum síðan Kenn­edy vann árið 1960 og í fyrsta sinn síðan á 19. öld sem for­seti var kos­inn með minni­hluta atkvæða. Demókrat­inn Al Gore fékk um hálfri milljón fleiri atkvæði en Repúblík­an­inn Ge­orge W. Bush. Það merki­leg­asta við þessar kosn­ingar var óvissan, kjör­dagur kom og fór og eng­inn vissi hver var for­seti Banda­ríkj­anna. Fjöl­miðlar brugð­ust alger­lega þegar þeir lýstu yfir sig­ur­veg­ara í ákveðnum ríkjum án þess að hafa nægar upp­lýs­ing­ar. Þetta var gríð­ar­legt áfall fyrir ríki sem skil­greinir sig sem helsta vígi lýð­ræðis í heim­in­um. Dóm­stólar þurftu að skera á hnút­inn í Flór­ída en öllum var ljóst að pottur var brot­inn í kosn­inga­fram­kvæmd­inni þar. Kosn­ingin var talin eitt alls­herjar klúður og mörg fylki tóku kosn­inga­kerfi sín til end­ur­skoð­un­ar.

 

9. Þing­kosn­ingar í Ítalíu 1994berlusconiÁrið 1994 ýttu ítalskir kjós­endur á res­et-hnapp­inn. Gríð­ar­leg spill­ing­ar­mál og tengsl stjórn­mála­manna við mafí­una komu upp á yfir­borðið og ákveðið var í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu að breyta kosn­inga­kerf­inu. Kosn­inga­úr­slitin sjálf voru hreint ótrú­leg. Hinn stóri flokk­ur Kristi­legra demókrata missti 177 af 206 þing­sætum sín­um. Sós­í­alista­flokk­ur­inn missti 76 af 92 sætum sín­um. Fleiri rót­grónir flokkar á hægri og vinstri vængnum misstu nán­ast allt sitt. Hinn nýji flokkur millj­arð­ar­mær­ings­ins og fjöl­miðla­mó­gúls­ins Sil­vio Berluscon­i, Forza Italia, var sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna og hefur verið leið­andi afl í ítölskum stjórn­málum æ síð­an. Ekki er þó hægt að segja að ítölsk stjórn­mál hafi hreinsað sig af spill­ingu og skandölum við þessa breyt­ingu.

10. Kosn­ingar í Írlandi til breska þings­ins 1918Gríð­ar­leg vatna­skil urðu í kosn­ing­un­um. Hóf­sömu þjóð­ern­is­sinn­arn­ir IPP voru ger­sigr­aðir af hinum rót­tæku Sinn FéinÍrskir iraSam­bands­sinnar unnu stóran sigur í nyrstu sýsl­un­um. Sinn Féin lið­ar, sem margir höfðu tekið þátt í upp­reisn­inni tveimur árum áður og voru jafn­vel í fang­elsi, neit­uðu að mæta til London og settu í stað­inn upp eigið þing í Dublin. Þetta þing lýsti yfir sjálf­stæði lýð­veld­is­ins Írlands og gerði IRA að opin­berum her lýð­veld­is­ins. Stríð við Bret­land braust út í kjöl­far­ið. Stríð­inu lauk með því að Írland fékk fullt sjálf­stæði árið 1922 en nyrstu sýsl­urnar sátu eftir í Stóra-Bret­landi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None