Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Topp 10: Óheppilegustu einkennismerkin

27245666-77e9881053.1.jpg
Auglýsing

Ein­kenn­is­merki eða lógó skil­greina vöru­merki, eru veiga­mik­ill þáttur í að skapa ímynd fyr­ir­tækja og mynda hug­renn­inga­tengsl. Til að sann­reyna þessa full­yrð­ingu má ­gera ein­falda til­raun á sjálfum sér. Ef maður hugsar um Coca-Cola, Nike eða McDon­alds - hvað sér maður þá í huga sér? Jú, ein­kenn­is­merki ­fyr­ir­tækj­anna. Góð og vel heppnuð lógó leyfa neyt­end­um ­nefni­lega aldrei að gleyma vöru­merkj­unum sem þau standa fyr­ir, og einmitt það hefur oft og tíðum úrslita­á­hrif á val þeirra á einni vöru umfram aðra. Til­hneig­ingin er nefni­lega sú að fólk hallar sér frekar að ein­hverju sem það þekkir, sem það treyst­ir.

En þegar góð ein­kenn­is­merki geta stuðlað að mik­illi vel­gengni fyr­ir­tækja, geta slæm ein­kenn­is­merki orsakað hið gagn­stæða. Það er nefni­lega að mörgu að hyggja þegar hanna á gott ein­kenn­is­merki. Mik­il­vægt er að gefa sér góðan tíma, og kalla sem flesta að hönn­un­ar­borð­inu til að velta mis­mun­andi útfærslum fyrir sér, því ann­ars er hætta á að útkoman verði skelfi­leg. Hér að neðan eru tíu dæmi um mislukkuð ein­kenn­is­merki, í engri sér­stakri röð, sem eru til þess eins fallin að rústa orð­spori fyr­ir­tæk­is.

Mis­skil­in ­barna­lækn­inga­mið­stöðlogo-design-wrong-04

Barna­lækn­inga­mið­stöðin í Arl­ington hefur án efa ­fengið sinn skerf af nei­kvæðri umfjöllun eftir að þetta afar óheppi­lega ein­kenn­is­merki leit dags­ins ljos. Vafa­lítið vinnur mjög hæft fólk í mið­stöð­inni, en mögu­lega mun almenn­ingur mis­skilja starf­semi hennar vegna þessa hræði­lega ein­kenn­is­merk­is.

Auglýsing

Skiptir máli að huga vel að stafa­gerð­innilogo-design-wrong-02

Margir við­skipta­vinir munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir kíkja inn í þessa mynd­banda­leigu. Hér er stóri lær­dóm­ur­inn að huga vel að stafa­gerð­inni.

Dans­skóli fyrir börn eða dóna­stað­ur?logo-design-wrong-05

Svart-hvítu dans­andi fígúr­urnar í þessu ein­kenn­is­merki fram­kalla heldur óæski­lega sjón­ræna mynd af þjón­ust­unni sem er í boði hjá þessum barna­dans­skóla. Margur gæti ætlað sem svo að þar væri fyrst og fremst boðið upp á skemmtun fyrir full­orðna.

Ein­kenn­is­merki apó­teks sem ­segir sex27245666_77e9881053

Hér þarf í raun engin orð til að útskýra hvers vegna ein­kenn­is­merki Kudawara lyfja­versl­un­ar­innar hefur fengið jafn útbreidda athygli á meðal almenn­ings og raun ber vitni. Merkið er sjálf­sagt engin vitn­is­burður um þjón­ust­una sem þangað er hægt að leita eft­ir.

Ekki alltaf allt sem sýn­istlogo-design-wrong-07

Það getur meira að segja komið mönnum í koll að bregða á það sára­saklausa ráð að nota þrjá bók­stafi í ein­kenn­is­merki. Sé því snúið rétt­sælis í 90 gráður blasir heldur óheppi­leg mynd við. Þetta ein­kenn­is­merki stendur fyrir opin­bera stofnun á ótil­greindum stað, og er í notkun enn þann dag í dag.

Muna að nota spacebar!logo-design-wrong-03

Með því að nota hástafi rétt og huga að hæfi­legu bili á milli orð­anna hefði Kid­sExchange getað komið sér hjá slatta af hneykslan og vand­ræð­an­leg­heit­um.

Róm­an­tík missir markslogo-design-wrong-06

Instituto de Estu­dos Ori­entais - Þetta ein­kenn­is­merki átti að sýna fal­legt sól­ar­lag á bak­við gula bygg­ingu, en með því að nota tvær svartar línur til að teikna þak bygg­ing­ar­innar varð nið­ur­staðan allt, allt önn­ur.

Svo miklu meira en tann­lækna­þjón­ustalogo-design-wrong-08

Fljót­lega eftir að þessu ein­kenn­is­merki var hleypt af stokk­un­um, sögðu gár­ung­arnir að á þess­ari tann­lækna­stofu væri boðið upp á meira en tann­lækn­ing­ar.

Barn síns tímalogo-design-wrong-01

Þetta ein­kenn­is­merki fyrir æsku­lýðs­starf kaþ­ólsku kirkj­unnar var hannað árið 1973 og hefur unnið til verð­launa. Eftir hvert hneysk­l­is­málið á fætur öðru sem skekið hefur kaþ­ólsku kirkj­una á und­an­förnum árum, þar sem prestar hennar hafa verið sak­aðir um og dæmdir fyrir barn­a­níð, má segja að þetta merki hafi misst marks fyrir um margt löngu.

Tölvu­mús eða typpi?434174036_a4597ef478

Þetta ein­kenn­is­merki væri bara alveg prýði­legt ef músin á merk­inu líkt­ist ekki svona mik­ið...

Ofan­greindur listi birt­ist á heima­síðu The Untapped Source.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None