Ekki hefur enn fundist lausn sem allir geta sætt sig við á því hvernig eigi að standa að því að innheimta gjald fyrir að skoða náttúruperlur hér á landi. Stjórnvöld hafa þó ákveðið að hefja gjaldtöku á næsta ári. Hugsanlega er það ógjörningur að finna leið sem allir Íslendingar geta sætt sig við, en hvaða staðir eru það helst sem verða umdeildir þegar gjaldtakan hefst fyrir alvöru? Kjarninn hefur grun um að þetta verði ekki auðvelt, eins og fyrstu tilraunir til þess að selja aðgang að náttúruperlum gefa til kynna.
5. Geysissvæðið verður alltaf umdeilt
Nú þegar hafa verið gerðar tilraunir til gjaldtöku inn á svæðið í kringum Geysi en þær hafa ekki gengið vel, svo vægt sé til orða tekið. Nærtækast er að nefna það að Héraðsdómur Suðurlands féllst á lögbannsbeiðni íslenska ríkisins vegna gjaldtöku landeigenda á svæðinu. Augljóslega þurfa íslenska ríkið og landeigendur að ganga í takt í þessum efnum, þar sem eignarhald á svæðinu skiptist á milli þeirra. Einn getur ekki ákveðið einhliða að hefja gjaldtöku í ósætti við hinn. Fátt bendir til þess að sátt sé í nánd, sem leitt getur til farsællar lausnar. Líklega verður gjaldtakan á svæðinu alltaf umdeild.
Lestu topp fimm listann í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.
Auglýsing