Triphala er ekki nafn á einni jurt heldur heiti á ævafornri blöndu af þremur indverskum ávöxtum: Haritaki (Terminalia chebula), bibhitaki (Terminalia bellirica) og amalaki (Emblica officinalis) í jöfnum hlutföllum. Triphala er ein elsta og þekktasta jurtablanda sem um getur á Indlandi en undanfarna áratugi hefur hún einnig náð miklum vinsældum á Vesturlöndum og er nýfarin að fást á Íslandi. Á Indlandi er triphala jafn vinsælt og lýsið hérlendis og þykir hafa ákaflega fjölbreytileg áhrif. Indverskt máltæki lýsir til dæmis ágætlega trú manna á þessa blöndu: „Ef þú ert móðurlaus þarftu ekki að hafa áhyggjur svo lengi sem þú átt triphala!“
Amalaki, einn af ávöxtunum í triphala, inniheldur til dæmis mun meira magn af C- vítamíni en appelsínur og er C- vítamínið þar að auki hitaþolið. Triphala hefur bæði andoxandi og bólgueyðandi áhrif en er einna þekktast fyrir góð áhrif á meltingarsjúkdóma, og þá sér í lagi hægðatregðu.
Þetta er örstutt brot úr grein Önnu Rósu grasalæknis í nýjasta Kjarnanum. Lestu hann allan hér.