Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Upplýsingaveitur um réttindi

stefáneiriks.jpg
Auglýsing

Ekki þarf að fjöl­yrða um þá bylt­ingu sem orðið hefur á flestum sviðum með til­komu nets­ins. Á þeim tæp­lega tveimur ára­tugum sem liðnir eru síðan ég útskrif­að­ist sem lög­fræð­ingur hefur orðið grund­vall­ar­breyt­ing á starfs­um­hverfi lög­fræð­inga fyrir til­stuðlan nets­ins. Tölu­verður tími fór gjarnan í leit að ýmsum grund­vall­ar­gögn­um, í hinum og þessum bókum og heft­um, og innan stjórn­sýsl­unnar var aðgengi að til dæmis úrskurðum lítið og sama átti við um úrlausnir dóm­stóla í hér­aði. Lög­fræð­ingar sönk­uðu að sér því sem gefið var út á papp­ír; dómum Hæsta­rétt­ar, Stjórn­ar­­tíð­ind­um, Lög­birt­inga­blað­inu og álitum Umboðs­manns Alþingis í hillu­metra­vís svo það helsta sé nefnt. Af öðru fréttu menn af afspurn ef heppnin var með þeim.

almennt_15_05_2014

Þessi staða er í dag gjör­breytt. Ýmsar upp­lýs­inga­veitur á net­inu sjá nú til þess að þessi gögn séu öll við hend­ina og raunar í umtals­vert meiri mæli en aðgengi­legt var með góðu móti fyrir nokkrum árum. Þetta aukna aðgengi að grund­vall­ar­­gögnum á sviði lög­fræði er ekki bara til hags­bóta fyrir lög­fræð­inga og aðra sér­fræð­inga heldur er þetta að sjálf­sögðu mik­il­vægt atriði fyrir alla sem vilja kynna sér rétt­ar­stöðu sína á hvaða sviði sem er.

Auglýsing

Öflug upp­lýs­inga­miðlun AlþingisMik­il­væg­asta upp­lýs­inga­veitan á þessu sviði er heima­síða Alþing­is, www.alt­hing­i.­is. Ég játa það hér með og fús­lega að þetta er upp­á­halds­síðan mín á net­inu öllu. Á þess­ari síðu má finna gríð­ar­legt magn upp­lýs­inga um allt það sem snýr að verk­efnum Alþing­is. Á síð­unni eru aðgengi­leg laga­frum­vörp síð­ustu ára­tuga sem og grein­ar­gerð­ir, nefnd­ar­á­lit, umsagn­ir, umræður og annað það sem teng­ist með­ferð ein­stakra mála á þing­inu. Þá er þarna að finna allar þær fyr­ir­spurnir sem lagðar hafa verið fram og svör við þeim og full­búið laga­safn. Laga­safnið geymir ekki ein­asta lögin sjálf heldur er þar í hverjum og einum laga­bálki unnt að finna við­eig­andi breyt­ing­ar­lög og reglu­gerðir sem settar hafa verið á grunni umræddra laga auk tengla á það frum­varp sem varð að umræddum lögum og svo fram­veg­is. Þessi mik­il­væga upp­lýs­inga­veita er án minnsta vafa afar þjóð­hags­lega hag­kvæm, enda sparar hún tíma og stórfé innan stjórn­­­sýsl­unn­ar, dóm­stóla og ann­ars staðar þar sem leyst er úr mál­um, svo ekki sé talað um mik­il­vægi slíkrar upp­lýs­inga­miðl­unar í lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lagi. Rekstur síð­unnar er Alþingi til mik­ils sóma.

Hæsti­réttur og Umboðs­maður AlþingisHeima­síða Hæsta­rétt­ar, www.haestirett­ur.is, er einnig mik­il­væg upp­lýs­inga­veita, en þar er að finna alla dóma rétt­ar­ins frá 1. jan­úar 1999. Ein­falt er að leita að dómum eftir laga­grein­um, efn­is­at­riðum og með texta­leit ef því er að skipta. Í upp­hafi hvers dóms sem birtur er á net­inu er að finna stutta og hnit­mið­aða sam­an­tekt um efn­is­at­riði við­kom­andi máls og nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar. Þessi nýbreytni var tekin upp þegar birt­ing dóma á net­inu hófst og gerir starf­semi rétt­ar­ins mun aðgengi­legri almenn­ingi.

Um­boðs­maður Alþingis heldur einnig úti öfl­ugri heima­síðu, www.umbodsmad­ur.is, þar sem finna má allar úr­­lausnir emb­ætt­is­ins frá upp­hafi. Umboðs­maður Alþingis hefur eft­ir­lit með allri stjórn­sýslu rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga og því skiptir miklu máli að unnt sé með ein­földum og aðgengi­legum hætti að kynna sér nið­ur­stöður hans á ein­staka rétt­ar­sviðum innan stjórn­sýsl­unn­ar.

Ýmsar aðrar mik­il­vægar upp­lýs­inga­veitur eru reknar og má þar nefna úrlausnir hér­aðs­dóm­stóla lands­ins sem aðgengi­legar eru á síð­unni www.dom­stol­ar.­is. Úrskurðir innan stjórn­sýsl­unnar eru aðgengi­legir á vefnum www.­ur­skur­dir.is, en sá vefur hét upp­haf­lega www.rett­ar­heim­ild.is og var settur á lagg­irnar árið 2001. Á vefnum birta ráðu­neytin úrskurði sína og álit auk úrskurða kæru­nefnda og dóma Félags­dóms. Stjórn­ar­tíð­indi hafa verið gefin út á net­inu und­an­farin ár á vefnum www.­stjorn­ar­ti­dind­i.is, en þar eru birt í A-deild öll lög o.fl., reglu­gerðir o.fl. í B-deild og samn­ingar við önnur ríki í C-deild. Sér­stakt reglu­gerða­safn er einnig aðgengi­legt á vefnum www.­reglu­ger­d.­is. Þá er Lög­birt­inga­blað gefið út á net­inu á síð­unni www.log­birt­inga­bla­d.is en efnið er ein­ungis aðgengi­legt áskrif­end­um.

Þessar upp­lýs­inga­veitur hinna þriggja hand­hafa rík­is­valds­ins – lög­gjaf­ar­valds­ins, dóms­valds­ins og fram­kvæmda­valds­ins – eru ekki ein­göngu mik­il­vægar lög­fræð­ingum og öðrum sér­fræð­ingum vinnu sinnar vegna. Þær eru ekki síður mik­il­vægar fyrir almenn­ing þannig að hver og einn geti hindr­un­ar­lítið kynnt sér grund­vall­ar­gögn og eftir atvikum lagt sjálf­stætt mat á rétt­ar­stöðu sína í ein­staka til­vik­um.

Pistill­inn birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Lestu hana hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún mun hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiPistlar
None