Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Upplýsingaveitur um réttindi

stefáneiriks.jpg
Auglýsing

Ekki þarf að fjöl­yrða um þá bylt­ingu sem orðið hefur á flestum sviðum með til­komu nets­ins. Á þeim tæp­lega tveimur ára­tugum sem liðnir eru síðan ég útskrif­að­ist sem lög­fræð­ingur hefur orðið grund­vall­ar­breyt­ing á starfs­um­hverfi lög­fræð­inga fyrir til­stuðlan nets­ins. Tölu­verður tími fór gjarnan í leit að ýmsum grund­vall­ar­gögn­um, í hinum og þessum bókum og heft­um, og innan stjórn­sýsl­unnar var aðgengi að til dæmis úrskurðum lítið og sama átti við um úrlausnir dóm­stóla í hér­aði. Lög­fræð­ingar sönk­uðu að sér því sem gefið var út á papp­ír; dómum Hæsta­rétt­ar, Stjórn­ar­­tíð­ind­um, Lög­birt­inga­blað­inu og álitum Umboðs­manns Alþingis í hillu­metra­vís svo það helsta sé nefnt. Af öðru fréttu menn af afspurn ef heppnin var með þeim.

almennt_15_05_2014

Þessi staða er í dag gjör­breytt. Ýmsar upp­lýs­inga­veitur á net­inu sjá nú til þess að þessi gögn séu öll við hend­ina og raunar í umtals­vert meiri mæli en aðgengi­legt var með góðu móti fyrir nokkrum árum. Þetta aukna aðgengi að grund­vall­ar­­gögnum á sviði lög­fræði er ekki bara til hags­bóta fyrir lög­fræð­inga og aðra sér­fræð­inga heldur er þetta að sjálf­sögðu mik­il­vægt atriði fyrir alla sem vilja kynna sér rétt­ar­stöðu sína á hvaða sviði sem er.

Auglýsing

Öflug upp­lýs­inga­miðlun AlþingisMik­il­væg­asta upp­lýs­inga­veitan á þessu sviði er heima­síða Alþing­is, www.alt­hing­i.­is. Ég játa það hér með og fús­lega að þetta er upp­á­halds­síðan mín á net­inu öllu. Á þess­ari síðu má finna gríð­ar­legt magn upp­lýs­inga um allt það sem snýr að verk­efnum Alþing­is. Á síð­unni eru aðgengi­leg laga­frum­vörp síð­ustu ára­tuga sem og grein­ar­gerð­ir, nefnd­ar­á­lit, umsagn­ir, umræður og annað það sem teng­ist með­ferð ein­stakra mála á þing­inu. Þá er þarna að finna allar þær fyr­ir­spurnir sem lagðar hafa verið fram og svör við þeim og full­búið laga­safn. Laga­safnið geymir ekki ein­asta lögin sjálf heldur er þar í hverjum og einum laga­bálki unnt að finna við­eig­andi breyt­ing­ar­lög og reglu­gerðir sem settar hafa verið á grunni umræddra laga auk tengla á það frum­varp sem varð að umræddum lögum og svo fram­veg­is. Þessi mik­il­væga upp­lýs­inga­veita er án minnsta vafa afar þjóð­hags­lega hag­kvæm, enda sparar hún tíma og stórfé innan stjórn­­­sýsl­unn­ar, dóm­stóla og ann­ars staðar þar sem leyst er úr mál­um, svo ekki sé talað um mik­il­vægi slíkrar upp­lýs­inga­miðl­unar í lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lagi. Rekstur síð­unnar er Alþingi til mik­ils sóma.

Hæsti­réttur og Umboðs­maður AlþingisHeima­síða Hæsta­rétt­ar, www.haestirett­ur.is, er einnig mik­il­væg upp­lýs­inga­veita, en þar er að finna alla dóma rétt­ar­ins frá 1. jan­úar 1999. Ein­falt er að leita að dómum eftir laga­grein­um, efn­is­at­riðum og með texta­leit ef því er að skipta. Í upp­hafi hvers dóms sem birtur er á net­inu er að finna stutta og hnit­mið­aða sam­an­tekt um efn­is­at­riði við­kom­andi máls og nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar. Þessi nýbreytni var tekin upp þegar birt­ing dóma á net­inu hófst og gerir starf­semi rétt­ar­ins mun aðgengi­legri almenn­ingi.

Um­boðs­maður Alþingis heldur einnig úti öfl­ugri heima­síðu, www.umbodsmad­ur.is, þar sem finna má allar úr­­lausnir emb­ætt­is­ins frá upp­hafi. Umboðs­maður Alþingis hefur eft­ir­lit með allri stjórn­sýslu rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga og því skiptir miklu máli að unnt sé með ein­földum og aðgengi­legum hætti að kynna sér nið­ur­stöður hans á ein­staka rétt­ar­sviðum innan stjórn­sýsl­unn­ar.

Ýmsar aðrar mik­il­vægar upp­lýs­inga­veitur eru reknar og má þar nefna úrlausnir hér­aðs­dóm­stóla lands­ins sem aðgengi­legar eru á síð­unni www.dom­stol­ar.­is. Úrskurðir innan stjórn­sýsl­unnar eru aðgengi­legir á vefnum www.­ur­skur­dir.is, en sá vefur hét upp­haf­lega www.rett­ar­heim­ild.is og var settur á lagg­irnar árið 2001. Á vefnum birta ráðu­neytin úrskurði sína og álit auk úrskurða kæru­nefnda og dóma Félags­dóms. Stjórn­ar­tíð­indi hafa verið gefin út á net­inu und­an­farin ár á vefnum www.­stjorn­ar­ti­dind­i.is, en þar eru birt í A-deild öll lög o.fl., reglu­gerðir o.fl. í B-deild og samn­ingar við önnur ríki í C-deild. Sér­stakt reglu­gerða­safn er einnig aðgengi­legt á vefnum www.­reglu­ger­d.­is. Þá er Lög­birt­inga­blað gefið út á net­inu á síð­unni www.log­birt­inga­bla­d.is en efnið er ein­ungis aðgengi­legt áskrif­end­um.

Þessar upp­lýs­inga­veitur hinna þriggja hand­hafa rík­is­valds­ins – lög­gjaf­ar­valds­ins, dóms­valds­ins og fram­kvæmda­valds­ins – eru ekki ein­göngu mik­il­vægar lög­fræð­ingum og öðrum sér­fræð­ingum vinnu sinnar vegna. Þær eru ekki síður mik­il­vægar fyrir almenn­ing þannig að hver og einn geti hindr­un­ar­lítið kynnt sér grund­vall­ar­gögn og eftir atvikum lagt sjálf­stætt mat á rétt­ar­stöðu sína í ein­staka til­vik­um.

Pistill­inn birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Lestu hana hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiPistlar
None