Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Upplýsingaveitur um réttindi

stefáneiriks.jpg
Auglýsing

Ekki þarf að fjöl­yrða um þá bylt­ingu sem orðið hefur á flestum sviðum með til­komu nets­ins. Á þeim tæp­lega tveimur ára­tugum sem liðnir eru síðan ég útskrif­að­ist sem lög­fræð­ingur hefur orðið grund­vall­ar­breyt­ing á starfs­um­hverfi lög­fræð­inga fyrir til­stuðlan nets­ins. Tölu­verður tími fór gjarnan í leit að ýmsum grund­vall­ar­gögn­um, í hinum og þessum bókum og heft­um, og innan stjórn­sýsl­unnar var aðgengi að til dæmis úrskurðum lítið og sama átti við um úrlausnir dóm­stóla í hér­aði. Lög­fræð­ingar sönk­uðu að sér því sem gefið var út á papp­ír; dómum Hæsta­rétt­ar, Stjórn­ar­­tíð­ind­um, Lög­birt­inga­blað­inu og álitum Umboðs­manns Alþingis í hillu­metra­vís svo það helsta sé nefnt. Af öðru fréttu menn af afspurn ef heppnin var með þeim.

almennt_15_05_2014

Þessi staða er í dag gjör­breytt. Ýmsar upp­lýs­inga­veitur á net­inu sjá nú til þess að þessi gögn séu öll við hend­ina og raunar í umtals­vert meiri mæli en aðgengi­legt var með góðu móti fyrir nokkrum árum. Þetta aukna aðgengi að grund­vall­ar­­gögnum á sviði lög­fræði er ekki bara til hags­bóta fyrir lög­fræð­inga og aðra sér­fræð­inga heldur er þetta að sjálf­sögðu mik­il­vægt atriði fyrir alla sem vilja kynna sér rétt­ar­stöðu sína á hvaða sviði sem er.

Auglýsing

Öflug upp­lýs­inga­miðlun AlþingisMik­il­væg­asta upp­lýs­inga­veitan á þessu sviði er heima­síða Alþing­is, www.alt­hing­i.­is. Ég játa það hér með og fús­lega að þetta er upp­á­halds­síðan mín á net­inu öllu. Á þess­ari síðu má finna gríð­ar­legt magn upp­lýs­inga um allt það sem snýr að verk­efnum Alþing­is. Á síð­unni eru aðgengi­leg laga­frum­vörp síð­ustu ára­tuga sem og grein­ar­gerð­ir, nefnd­ar­á­lit, umsagn­ir, umræður og annað það sem teng­ist með­ferð ein­stakra mála á þing­inu. Þá er þarna að finna allar þær fyr­ir­spurnir sem lagðar hafa verið fram og svör við þeim og full­búið laga­safn. Laga­safnið geymir ekki ein­asta lögin sjálf heldur er þar í hverjum og einum laga­bálki unnt að finna við­eig­andi breyt­ing­ar­lög og reglu­gerðir sem settar hafa verið á grunni umræddra laga auk tengla á það frum­varp sem varð að umræddum lögum og svo fram­veg­is. Þessi mik­il­væga upp­lýs­inga­veita er án minnsta vafa afar þjóð­hags­lega hag­kvæm, enda sparar hún tíma og stórfé innan stjórn­­­sýsl­unn­ar, dóm­stóla og ann­ars staðar þar sem leyst er úr mál­um, svo ekki sé talað um mik­il­vægi slíkrar upp­lýs­inga­miðl­unar í lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lagi. Rekstur síð­unnar er Alþingi til mik­ils sóma.

Hæsti­réttur og Umboðs­maður AlþingisHeima­síða Hæsta­rétt­ar, www.haestirett­ur.is, er einnig mik­il­væg upp­lýs­inga­veita, en þar er að finna alla dóma rétt­ar­ins frá 1. jan­úar 1999. Ein­falt er að leita að dómum eftir laga­grein­um, efn­is­at­riðum og með texta­leit ef því er að skipta. Í upp­hafi hvers dóms sem birtur er á net­inu er að finna stutta og hnit­mið­aða sam­an­tekt um efn­is­at­riði við­kom­andi máls og nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar. Þessi nýbreytni var tekin upp þegar birt­ing dóma á net­inu hófst og gerir starf­semi rétt­ar­ins mun aðgengi­legri almenn­ingi.

Um­boðs­maður Alþingis heldur einnig úti öfl­ugri heima­síðu, www.umbodsmad­ur.is, þar sem finna má allar úr­­lausnir emb­ætt­is­ins frá upp­hafi. Umboðs­maður Alþingis hefur eft­ir­lit með allri stjórn­sýslu rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga og því skiptir miklu máli að unnt sé með ein­földum og aðgengi­legum hætti að kynna sér nið­ur­stöður hans á ein­staka rétt­ar­sviðum innan stjórn­sýsl­unn­ar.

Ýmsar aðrar mik­il­vægar upp­lýs­inga­veitur eru reknar og má þar nefna úrlausnir hér­aðs­dóm­stóla lands­ins sem aðgengi­legar eru á síð­unni www.dom­stol­ar.­is. Úrskurðir innan stjórn­sýsl­unnar eru aðgengi­legir á vefnum www.­ur­skur­dir.is, en sá vefur hét upp­haf­lega www.rett­ar­heim­ild.is og var settur á lagg­irnar árið 2001. Á vefnum birta ráðu­neytin úrskurði sína og álit auk úrskurða kæru­nefnda og dóma Félags­dóms. Stjórn­ar­tíð­indi hafa verið gefin út á net­inu und­an­farin ár á vefnum www.­stjorn­ar­ti­dind­i.is, en þar eru birt í A-deild öll lög o.fl., reglu­gerðir o.fl. í B-deild og samn­ingar við önnur ríki í C-deild. Sér­stakt reglu­gerða­safn er einnig aðgengi­legt á vefnum www.­reglu­ger­d.­is. Þá er Lög­birt­inga­blað gefið út á net­inu á síð­unni www.log­birt­inga­bla­d.is en efnið er ein­ungis aðgengi­legt áskrif­end­um.

Þessar upp­lýs­inga­veitur hinna þriggja hand­hafa rík­is­valds­ins – lög­gjaf­ar­valds­ins, dóms­valds­ins og fram­kvæmda­valds­ins – eru ekki ein­göngu mik­il­vægar lög­fræð­ingum og öðrum sér­fræð­ingum vinnu sinnar vegna. Þær eru ekki síður mik­il­vægar fyrir almenn­ing þannig að hver og einn geti hindr­un­ar­lítið kynnt sér grund­vall­ar­gögn og eftir atvikum lagt sjálf­stætt mat á rétt­ar­stöðu sína í ein­staka til­vik­um.

Pistill­inn birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Lestu hana hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiPistlar
None