Í kjölfar síðasta þáttar spratt upp talsverð umræða um Borgarlínuna. Flestir eru spenntir og fannst umræðan áhugaverð en öllum að óvörum þá var Gísli Marteinn Baldursson ekki sáttur.
Kjarninn lagði sitt af mörkum með ítarlegri fréttaskýringu en besta manneskjan til að svala þorsta hlustenda um Borgarlínuna er án efa Lilja G. Karlsdóttir samgönguverkfræðingur og eigandi ViaPlan sem hefur veg og vanda að verkefninu í samstarfi við erlenda sérfræðinga.
Hver er staðan á Borgarlínunni? Hver er munurinn á léttlest og hraðvagnakerfi? Hvað kostar þetta allt saman? Hefur Gísli Marteinn á réttu að standa? Svörin við þessum spurningum og mörgum öðrum er að finna í þætti vikunnar af Aðförinni.
Meðal hugtaka sem koma fram í þættinum og einhverjum kunna að finnast áhugaverð eru land value capture og location efficient mortgage (LEM). Frekari upplýsingar um Borgarlínuna má finna hér.