Staðsetning Borgarlínu liggur fyrir í byrjun sumars

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu munu skilgreina rými fyrir skilvirkt almenningssamgöngukerfi á næstu mánuðum.

Gróf teikning af tillögum dönsku verkfræðistofunnar COWI. Þegar fyrstu skref hafa verið ákveðin um hvar borgarlínan muni liggja þurfa sveitarfélögin að ráðast í breytingar á svæðisskipulagi og deiliskipulagi til þess að skapa rými fyrir Borgarlínuna.
Gróf teikning af tillögum dönsku verkfræðistofunnar COWI. Þegar fyrstu skref hafa verið ákveðin um hvar borgarlínan muni liggja þurfa sveitarfélögin að ráðast í breytingar á svæðisskipulagi og deiliskipulagi til þess að skapa rými fyrir Borgarlínuna.
Auglýsing

Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu munu á næstu dögum aug­lýsa fyr­ir­hug­aða stað­setn­ingu Borg­ar­línu og auknar bygg­ing­ar­heim­il­i­dir innan áhrifa­svæða henn­ar.

Verk­lýs­ing fyrir Borg­ar­línu hefur verið lögð fram sam­eig­in­lega í stjórnum sveit­ar­fé­lag­anna sex á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem fyr­ir­hugað er að nýja sam­göngu­kerfið muni liggja í gegn­um.

Verk­efna­lýs­ingar verða í kynn­ingu til 25. apríl og er óskað eftir athuga­semdum og ábend­ingum við frum­áætl­an­irnar sem verða svo til áfram­hald­andi skoð­un­ar.

Auglýsing

Til ein­föld­unar má segja að um sé að ræða skil­grein­ingu á helstu sam­göngu­leiðum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Á íslensku hafa þessar sam­göngu­leiðir verið kall­aðar sam­gönguás en á ensku hefur hug­takið „corridor“ (ísl. gang­ur) verið not­að. Það mætti því líkja borg­ar­lín­unni sem göngum í bygg­ingu sem tengja hin ýmsu rými húss­ins sam­an.

Hvar mun upp­bygg­ingin fara fram?

Hrafn­kell Proppé, svæð­is­skipu­lags­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, var gestur fyrsta þáttar Aðfar­ar­innar í hlað­varpi Kjarn­ans á laug­ar­dag­inn. Hann útskýrði svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fyrir umsjón­ar­mönnum þátt­ar­ins, þeim Magneu Guð­munds­dóttur og Guð­mundi Krist­ján Jóns­syni, auk þess að ræða þær áskor­anir sem blasa við þegar kemur að upp­bygg­ingu öfl­ugs almenn­ingsam­göngu­kerf­is.

„Fyrsta árið eftir að svæð­is­skipu­lagið var sam­þykkt, fram til árs­ins 2016 gerð­ist ekk­ert voða­lega mik­ið,“ sagði Hrafn­kell þegar hann var spurður hvernig það hafi gengið að koma verk­efnum Borg­ar­lín­unnar af stað. Hann við­ur­kennir að stundum komi dagar þar sem honum finn­ist umræðan jafn­vel fara gegn sam­þykktu skipu­lagi til árs­ins 2040 en svo komi dagar þar sem stór skref eru stigin í þá átt sem mörkuð hefur ver­ið.

„Fyrir svona tæpu ári síðan var svo settur svo­lít­ill kraftur í að klára Borg­ar­lín­una. Við erum núna að fara að birta aug­lýs­ingu eftir nokkra daga þar sem við erum að fara með verk­lýs­ingu í kynn­ingu. Þar erum við að festa Borg­ar­lín­una inn í hverju ein­asta svæð­is­skipu­lagi; hvar hún muni liggja og hvar eigi að vera stöðv­ar.“

Hrafn­kell segir að með fram því að áætla hvar Borg­ar­línan muni liggja þá þurfi einnig að skil­greina hvar þung­inn í upp­bygg­ingu borg­ar­lands­ins muni fara fram. „Það eru þessar auknu upp­bygg­ing­ar­heim­ildir sem þurfa að fylgja Borg­ar­lín­unni. Og síðan eru þá sex af þessum sjö sveit­ar­fé­lögum að breyta sínum svæð­is­skipu­lög­um, það er í fyrsta sinn sem við keyrum þetta svona sam­hliða.“

Lest eða stræt­is­vagn­ar?

Hrafn­kell segir að það sé ótíma­bært að segja til um hvaða sam­göngu­tækni muni drífa Borg­ar­lín­una á end­an­um. Það gæti vel verið að sjálfa­kandi stræt­is­lestir á gúmmí­hjólum verði sú lausn sem verið fyrir val­inu. Einnig skiptir máli hvaða áhrif tæknin mun hafa á umhverfi sitt; það er öðru­vísi hljóð­mengun sem hlýst af vögnum á gúmmí­hjólum og spor­vögn­um.

„Það mun fara fram ákveðið val. Í því höfum við samt reynt að hafa fókus á því að við þurfum að taka frá rými fyrir massa­flutn­inga og við getum ekki nákvæm­lega sagt um það í dag hvaða tækni­lausnir verða mögu­legar í fram­tíð­inn­i.“

Hrafn­kell segir það mjög mik­il­vægt að sveit­ar­stjórn­irnar séu stað­fastar í að taka frá rýmið fyrir massa­flutn­inga. Þá fylgir upp­bygg­ing í kringum þetta sam­göngu­rými sem mun svo stuðla að því að hægt verði að reka kerfi með löngum þjón­ustu­tíma og hárri tíðni ferða.

Þverskurður á Borgarlínuna. Hrafnkell segir mikilvægt að sveitarstjórnir skilgreini og taki frá pláss fyrir þennan fyrirhugaða burðarás í samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins.

Að mörgu að huga

Við val á þeim leiðum sem kort­lagðar hafa verið þarf að hafa margt í huga, eins og gefur að skilja. Danska verk­fræði­stofan COWI hefur teiknað upp nokkar hugs­an­legar sviðs­myndir fyrstu áfanga Borg­ar­lín­unn­ar. Þær leiðir hafa svo verið lagðar ofan á þema­kort af höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem sýna ráð­andi breytur á borð við:

  • Dreif­ingu íbúa og raun­þétt­leiki byggð­ar.
  • Sam­an­lagðan íbúa­fjölda eftir tak­mörk­uðum svæð­um.
  • Fjölda fer­metra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem stunduð er atvinnu­starf­semi.
  • Fjölda nýrra íbúða.
  • Fjölda atvinnu­hús­næð­is.

Allt skiptir þetta máli þegar ósæð höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins verður val­in. Allar leið­irnar hafa það sam­eig­in­legt að byrja frá Hörpu, við Reykja­vík­ur­höfn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None