Bylting eða strætó með varalit?

Í kjöl­far síð­asta þáttar spratt upp tals­verð umræða um Borg­ar­lín­una. Flestir eru spenntir og fannst umræðan áhuga­verð en öllum að óvörum þá var Gísli Mart­einn Bald­urs­son ekki sáttur.

Kjarn­inn lagði sitt af mörkum með ítar­legri frétta­skýr­ingu en besta mann­eskjan til að svala þorsta hlust­enda um Borg­ar­lín­una er án efa Lilja G. Karls­dóttir sam­göngu­verk­fræð­ingur og eig­andi ViaPlan sem hefur veg og vanda að verk­efn­inu í sam­starfi við erlenda sér­fræð­inga.

Hver er staðan á Borg­ar­lín­unni? Hver er mun­ur­inn á létt­lest og hrað­vagna­kerfi? Hvað kostar þetta allt sam­an? Hefur Gísli Mart­einn á réttu að standa? Svörin við þessum spurn­ingum og mörgum öðrum er að finna í þætti vik­unnar af Aðför­inni.

Meðal hug­taka sem koma fram í þætt­inum og ein­hverjum kunna að finn­ast áhuga­verð eru land value capt­ure og location effici­ent mort­gage (LEM). Frek­ari upp­lýs­ingar um Borg­ar­lín­una má finna hér.

Auglýsing