Samgöngumál eru fyrirferðamikil í umræðunni fyrir sveitastjórnarkosningar. Við höfum áður fjallað um Borgarlínuna en mál eins og Miklabraut í stokk, göngugötur, Sundabraut og mislæg gatnamót eru einnig eitthvað sem flokkar til framboðs hafa látið sig varða.
Aðförin fékk til sín okkar helsta sérfræðing og samgöngustjóra Reykjavíkurborgar, Þorstein R. Hermannsson til að fara yfir stöðu mála.