„Þetta bara núllstillti okkur,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum um áhrifin sem COVID-19 hafði á samfélagið í Eyjum. „Ég var til dæmis bókuð 14 helgar í röð, allt í einu tæmdist allt dagatalið mitt. Fjölskyldustundirnar urðu fleiri,“ segir Íris.
Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri í Tónlistarskólanum í Vestmannaeyjum, segir kennara við skólann hafa lært á mörg fjarfundarforrit og að kennslan hafi gengið vonum framar með óvenjulegum kennsluháttum.
Sóley Guðmundsdóttir, meistaranemi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, fjallar um áhrif fyrstu bylgju COVID-19 í Vestmannaeyjum. Hún ræðir við fólk í Eyjum um áhrifin sem COVID-19 hafði á líf þeirra.
Þetta er síðari þátturinn í tveggja þátta seríu Sóleyjar um áhrif fyrstu bylgju COVID-19 í Vestmannaeyjum. Hægt er að hlusta á fyrri þáttinn með því að smella hér.
Mynd: Óskar Pétur Friðriksson