Hismið bakkar inn með stútfullt skott af fersku efni þessa vikuna. Hrafn Jónsson, góðvinur þáttarins, mætir og ræðir bókina sem hann og Kjarninn eru að gefa út fyrir jólin og hvernig upplifun það er að vera í jólabókaflóðinu. Þá er farið yfir alþýðlegheit Guðna Th. og hvenær það hættir að vera krúttlegt, jákvæðnina sem er að koma til baka eftir neikvæðni frá hruni og um óformlega fundi stjórnmálaflokka.
Bók Hrafns heitir Útsýnið úr fílabeinsturninum og hana er hægt að kaupa í vefverslun Kjarnans hér.