Í jóla- og áramótabombu Hismisins ræða þeir Árni og Grétar við Önnu Fríðu Gísladóttur markaðsstjóra Dominos. Farið er yfir nýlegt atvik sem Anna lenti í með Borce Ilievski þjálfara ÍR í körfubolta sem sýndi umfram allt þörfina á því að setja skýrar reglur um hvenær fólk á að heilsast, hvenær á að kyssast og hvenær á að knúsa. Þá er farið yfir hvort viðeigandi sé að drekka sjálfur þegar skálað er fyrir manni og hvort aðrar reglur eigi við þegar klappað er fyrir sama aðila. Þá er stiklað á stóru varðandi árið sem er að líða og hvaða atburðir stóðu upp úr.
