Hismið er að venju á dagskrá í dag, fimmtudag, og í þetta skiptið er Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður gestur þeirra Árna Helgasonar og Grétars Theodórssonar. Arnar Þór er gestur Hismisins vegna þess að hann ferðaðist fyrir nokkrum árum til Norður-Kóreu. Hismið er því aldrei þessu vant þematengt: Fjallað er um landið skrýtna á Kóreuskaga.
„Það er oft merkilegt að lesa þessar fréttir því þær eru sagðir í „James Bond-óþokka stíl“, maður veit ekki hvort maður á að hlægja eða gráta þegar maður les þær,“ útskýrir Árni. Ekki hafa margir Íslendingar farið til Norður-Kóreu. Arnar Þór fór þangað ásamt félögum sínum í júlí 2008 eftir að hafa velt rækilega fyrir sér hvað hann ætti til bragðs að taka í sumarfríinu.
Af Benedorm og Norður-Kóreu varð Alþýðulýðveldið Norður-Kórea fyrir valinu. Þangað er hins vegar mun flóknara að ferðast en til hefðbundinna sólarlanda, eins og Arnar Þór lýsir í stórskemmtilegu spjalli sínu við Hismismenn.
[caption id="attachment_9009" align="alignnone" width="1000"] Grétar, Árni og Arnar Þór ræddu ferðalög til Norður-Kóreu í Hisminu.[/caption]
Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans í snjalltækinu þínu.