Til að komast hjá vandræðalegu mínútunni þegar þú hittir einhvern sem þú verður að spjalla við, er allt af gott að stoppa bara og reima. Þetta er hversdagsráð Hismisins sem fengu Andrés Jónsson, almannatengill og verndari Hismisins, í þáttinn þessa vikuna. Árni hefur gefið út vandaðar hversdagsreglur og í þætti dagsins er felldur stóridómur um hvernig skal hegða sér í slíkum aðstæðum.
Andrés og Grétar starfa báðir sem almannatenglar og Árni er forvitinn að vita hlutverk almannategla sé yfirleitt það að bjarga fólki úr kastljósinu og erfiðum aðstæðum. „Þetta er svona fag sem er í eðli sínu umdeilt; lögmenn, almannatenglar og blaðamenn. En það er alltaf að verða betri og betri skilningur á þessu,“ segir Andrés.
Andrés ræðir við Árni Helgason og Grétar Theodórsson um útvarpsþættina í samkeppni við Hismið, Ingólf í Sparnaði og Wired-taktík sérstaks saksóknara.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Hisminu á Twitter.