Repúblikanaflokkurinn er í sárum og ásökunum á hendur Donald Trump um kynferðislegt áreiti og óviðeigandi framkomu hefur fjölgað. Trump er fastur fyrir og neitar öllum slíkum ásökunum. Það skilar þó litlum árangri því það hefur fækkað í opinberu stuðingsmannaliði Trump á meðan Hillary Clinton fær aukinn stuðning frá áhrifafólki. Ber þar hæst stuðningur Barack og Michelle Obama, en forsetafrúin flutti nýlega áhrifamikla ræðu á stuðningsfundi fyrir Hillary Clinton sem hefur vakið verðskuldaða athygli.
Í sjötta þætti Kanavarpsins fara þeir Hallgrímur Oddsson og Hjalti Geir Erlendsson yfir nýjustu fréttir af kosningabaráttunni vestanhafs auk þess að rýna í nýjustu skoðanakannir, sem sýna fram á sannfærandi forskot Hillary Clinton. Donald Trump er þó ekki sigraður enn því hann nýtur mikils stuðnings í fjölmörgum fylkjum. Af öðrum efnistökum á þættinum má nefna Ken Bone, Bob Dylan og Nóbelsverðlaunin auk þess sem þriðju og síðustu kappræðurnar bera á góma.
Í síðari hluta þáttarins er fjallað um fjárhagslið framboðanna, hversu mikið frambjóðendur eyða í baráttuna og hvað það kostar að verða forseti Bandraríkjanna. Einnig verður leitast við að útskýra fyrirbærið „Super PACs“ og umdeildan dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli Citizens United, sem óhætt er að segja að hafi umturnað bandarískum stjórnmálum.
Kanavarpið bendir áhugasömu hlustendur á að í seinni hluta þáttanna hefur iðulega verið tekið fyrir „tímalausara“ efni. Hér að neðan má sjá lista yfir hvar þau efni byrja í hverjum þætti.
1. þáttur
Tölvupóstsvandræði Hillary (17:40)*
2. þáttur
Misgáfulegar fjárfestingar Trumps og ástæðan af hverju hann er ríkur (25:27)*
3. þáttur
Lýðfræðin í Bandaríkjunum og staða svartra kjósenda (33:10)*
4. þáttur
Hæstiréttur Bandaríkjanna og pólitísk skipan dómara (27:45)*
5. þáttur
Prófílar & hlutverk varaforseta (19:35) og vægi fríverslunarsamninga í kosningabaráttunni (32:50)*