Ef það er löglegt að fella niður fasteignaskatta á fólk yfir 70 ára í Vestmannaeyjum þá hlýtur það að vera löglegt í Reykjavík, segir Eyþór Arnalds í Kviku vikunnar. Hann segist alveg vera til í að skoða almenna skattalækkun líka ásamt því að framfylgja hugmynd sinni um afnám fasteignaskatta á eldri borgara, sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið virðist þó telja ólöglega aðgerð. Viðbótarútgjöld Reykjavíkurborgar við niðurfellingu fasteignaskatts 70 ára og eldri yrðu579 milljónir króna.
Umsjónarmaður er að venju Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Kvikan er hljóðrás af sjónvarpsþætti Kjarnans sem frumsýndur er á Hringbraut á miðvikudögum klukkan 21.