Í þætti vikunnar er aðeins eitt mál á dagskrá en það er stórmál sem tröllreið íslensku samfélagi í síðustu viku, Samherjamálið svokallað.
Síðasta þriðjudag opinberuðu Kveikur og Stundin hvernig Samherji hefði greitt mútur til að komast yfir kvóta í Namibíu og stundað stórfellda skattasniðgöngu til að hámarka arf sinn af þeim kvóta.
Þorsteinn Már Baldvinsson, einn eigandi Samherja og forstjóri í tímabundnu leyfi, ávarpaði starfsmannafund fyrirtækisins á Dalvík um helgina. Þar lýsti hann meðal annars umfjöllun fjölmiðla um Samherjamálið sem árás á starfsmenn Samherja. Er eitthvað til í því?
Birna Stefánsdóttir stjórnar þættinum í dag en með henni eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Bára Huld Beck, blaðamaður.