Emil og Bryndís halda áfram umræðum um 7. bókina, Harry Potter og dauðadjásnin. Í 5.-7. kafla erum við stödd í Hreysinu, heimili Weasley-fjölskyldunnar, þar sem meðlimir Fönixreglunnar safnast saman eftir hrottalega árás Voldemorts og drápara hans. Einn meðlimur reglunnar er fallinn, George hefur misst annað eyrað, Harry á bráðum afmæli, Hermione hefur komist yfir bækur um helkrossa og galdramálaráðherrann Rufus Skrimgur mætir á svæðið og afhendir Harry, Ron og Hermione muni sem Dumbledore arfleiddi þau að. Þetta virðast vera handahófskenndir hlutir en svo er víst að galdrameistarinn heitni hafði ýmislegt í pokahorninu …
Meira handa þér frá Kjarnanum