Í þessum þætti ræða Emil og Bryndís kafla 16-19 í Harry Potter og dauðadjásnunum. Ron fór í fússi, Harry og Hermione eru í öngum sínum, tíminn líður í erfiðri útlegðinni, þau ákveða að tilflytjast loks til Godricsdals þar sem Potter-fjölskyldan og Dumbledore-fjölskyldan höfðu haft aðsetur, en það reynist stórhættulegt og dýrkeypt.
Harry verður æ svekktari út í gamla skólameistarann og ekki bætir úr skák kaflinn sem hann les í bók Rítu Skeeter. Þegar öll von virðist úti birtist dularfull vera, sem virðist vera verndari. Veran leiðir Harry að frosinni tjörn og loksins virðast hlutirnir ætla að snúast þríeykinu í hag.