Pottersen – 38. þáttur: Áhættur og endurfundir

Í þessum þætti ræða Emil og Bryn­dís kafla 16-19 í Harry Potter og dauða­djásn­un­um. Ron fór í fússi, Harry og Hermione eru í öngum sín­um, tím­inn líður í erf­iðri útlegð­inni, þau ákveða að til­flytj­ast loks til Godrics­dals þar sem Pott­er-­fjöl­skyldan og Dumbledor­e-­fjöl­skyldan höfðu haft aðset­ur, en það reyn­ist stór­hættu­legt og dýr­keypt. 

Harry verður æ svekkt­ari út í gamla skóla­meist­ar­ann og ekki bætir úr skák kafl­inn sem hann les í bók Rítu Skeet­er. Þegar öll von virð­ist úti birt­ist dul­ar­full vera, sem virð­ist vera vernd­ari. Veran leiðir Harry að fros­inni tjörn og loks­ins virð­ast hlut­irnir ætla að snú­ast þrí­eyk­inu í hag.