Emil og Bryndís ræða þátt tvö í leikritinu Harry Potter og bölvun barnsins. Ólíkt feðrum sínum eru Albus Potter og Scorpious Malfoy orðnir perluvinir, sem Harry líst ekkert á. Hann finnur til í örinu, myrku öflin eru farin að láta á sér kræla á ný og hann telur þau tengjast Malfoy-stráknum.
Tvisvar ferðast strákarnir aftur í tímann í von um að bjarga Cedric Diggory frá dauða, en þegar aftur er snúið hefur býsna margt breyst. Þeir hafa umturnað veröldinni og annar þeirra eyddi í raun eigin tilvist. Það verður afar spennandi að sjá hvert framhaldið verður í næsta þætti leikritsins …