Í þessum þætti er rætt við Eyrúnu Eyþórsdóttur sem er lektor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri þar sem hún kennir áfanga meðal annars í lögreglufræði. Eyrún er fædd árið 1973 og ólst upp á Höfuðborgarsvæðinu og í Fellabæ á Austurlandi. Hún kláraði BA í mannfræði frá HÍ árið 2003 og MA í félagsfræði, einnig frá HÍ, árið 2008. Hún er að ljúka doktorsprófi frá HÍ í haust undir leiðsögn Kristínar Loftsdóttur en ritgerðin hennar fjallar um afkomendur Íslendinga í Brasilíu.
Við spjölluðum við Eyrúnu um Íslendinga í Brasilíu en einnig um hatursorðræðu og hlutverk lögreglu í fjölbreyttu samfélagi.
Raddir margbreytileikans er mannfræðihlaðvarp þar sem rætt verður við íslenska mannfræðinga um það sem þeir eru að rannsaka. Einnig verður rætt við erlenda fræðimenn þegar færi gefst. Umsjónarfólk hlaðvarpsins eru Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Kristján Þór Sigurðsson og Sandra Smáradóttir.