Hann var sjógun, en langaði mun frekar til að vera skáld. Einungis tólf ára að aldri var Sanetomo gerður að sjógun, æðsta stríðsmanni í landinu. Þrátt fyrir þennan skjóta frama átti hinn ungi maður aldrei eftir að hafa nein raunveruleg pólitísk áhrif.
Hins vegar átti hann eftir að hafa töluverð menningarleg áhrif. Sanetomo átti stóran þátt í því að gera Zen-búddisma vinsælan og sumir segja að hann hafi líka verið fyrsti maðurinn til að stunda tedrykkju í Japan.
Mynd þáttarins er eftir prestinn Goshin og er frá sautjándu öld.