Í hlaðvarpi dagsins ræðir Sigrún við Ashley Mears, dósent í félagsfræði við Boston háskólann í Bandaríkjunum. Sérsvið Ashley eru félagsfræði menningar, kyn og efnahagsfélagsfræði og hún hefur sérstaklega beint sjónum að heimi hinna ríku og frægu sem flest okkar hafa ekki aðgang að.
Fyrsta bókin hennar byggði á þátttökuathugun þar sem hún vann sem fyrirsæta í New York og London, og nýlega kom út önnur bók hennar hjá Princeton University Press, en hún ber heitið Very Important People: Status and Beauty in the Global Party Circuit, en í þeirri rannsókn beindi hún sjónum að hinum ofurríku og skoðaði hvernig þeir eyddu peningum í skemmtanir og aðra hluti sem margir myndu kannski telja óþarfa, með sérstaka áherslu á hvernig samband og staða kynjanna er innan þessa hóps.
Þær Sigrún ræða báðar þessar rannsóknir og hvernig áherslan á að skoða þá allra ríkustu í samfélaginu hjálpar okkur að skilja ójöfnuð og stéttaskiptingu.