Nýlega var myndin Hækkum rána sýnd á Sjónvarpi Símans og vakti hún blendin viðbrögð, annars vegar var aðferðum þjálfarans hampað sem valdeflingu stúlkna en hins vegar var rætt um aðferðirnar sem of harðar og gamaldags. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði, blandaði sér í umræðuna með greinaskrifum á Kjarnanum, þar sem hann lýsti þessum aðferðum sem afreksvæðingu barnaíþrótta sem er í andstöðu við hvernig við þjálfum börn og ungmenni í dag, og reyndar í auknu mæli fullorðna í afreksíþróttum.
Hann kom í hlaðvarpið til Sigrúnar og ræddi um þessi mál, ásamt því að fara yfir hvernig skipulagning íþróttastarfs á Íslandi, sem hefur fallið undir hugmyndafræðina „Íþróttir fyrir alla“ fyrir alla hefur átt þátt í að þeim glæsilega árangri sem karla og kvennalið okkar í mörgum hópíþróttum hafa náð og hefur aðferðafræðin reyndar vakið svo mikla athygli að bæði erlendi úrvalslið og fjölmiðlar hafa komið gagngert til Íslands til að læra um þetta íslenska undur.