Í þessum þætti af Sparkvarpinu verður fjallað um liðið frá Kænugarði, Dynamo Kyiv. Liðið átti sína bestu stundir í kringum aldarmótin (1999) með Andryi Shechenko og Serhyi Rebrov fremsta í flokki. Þeir komust alla leið í undanúrslit Meistaradeild Evrópu undir stjórn hins sigursæla þjálfara Valeriy Lobanovskyi.
Á þessum tíma var liðið eitt það skemmtilegasta í Evrópu en síðan þá hefur það ekki gert mikið. Lobanovskyi hafði náð að takast að vinna Meistara meistaranna-bikarinn í Evrópu með Dynamo Kyiv 13 árum áður. Strákarnir fara yfir feril þessa merka þjálfara, sem er oft frægur fyrir að vera faðir tækninnar í fótbolta.
Ásamt því munu þeir líta yfir til Doneskt þar sem annar þjálfari, Mirceu Lucescu, gerði góða hluti með brassa-innleiðingunni í Shakhtar.