Í þætti vikunnar fara Þorgeir og Þórhallur yfir stöðu mála í neðri deildunum á Englandi. Þeir taka létta yfirferð á liðunum og töluðu um menninguna í Championship-deildinni. Þá töluðu þeir helst um hvernig lið bregðast við því að falla úr ensku úrvalsdeidinni.
Auk þess fóru þeir yfir þrjú hötuðustu lið Englands sem eru öll hötuð fyrir misjafnar sakir. Leeds United er líklega hataðasta liðið á Englandi, þá aðallega fyrir grófa spilamennsku undir þjálfaranum Don Revie á 8. áratugnum. Þrátt fyrir að mörg ár eru liðin síðan þá hefur hatrið í garð Leeds haldist. Millwall eru hataðir fyrir sína litríku stuðningsmenn sem eru þeir grófustu á Englandi og hafa lengi verið til vandræða í stúkunni. Þeir hafa oft verið ofbeldisfullir í garð annara stuðningsmanna og sett svartan blett á sögu síns liðs. MK Dons eru hataðir fyrir slappa tilraun klúbbsins til þess að koma í stað Wimbledon FC sem varð gjaldþrota 2004. Það ár tóku MK Dons pláss Wimbledon í enska deildarstiganum en núna eru þeir og AFC Wimbledon (stofnað af áðdáendum Wimbledon FC) bæði í sömu deild.
Að lokum fóru þeir yfir lukkudýramenninguna og um merkilegasta lukkudýr neðri deildanna en það er enginn annar en H’angus the Monkey sem er lukkudýr fyrir Hartepool á Englandi. Bakgrunnur apans sem lukkudýrið og saga mannsins í búningi lukkudýrsins eru lygilegar.