Í Istanbúl í Tyrklandi leika þrír risar: Galatasaray, Fenerbahce og Besiktas. Þessi lið hafa einokað tyrkneska knattspyrnu og deilt titlinum öll árin frá stofnun tyrknesku deildarinnar nema tvisvar. Þorgeir og Þórhallur könnuðu liðin og stuðningsmannamenninguna í Istanbúl sem er hreint út sagt mögnuð ásamt því að tala um ríg Fenerbahce og Galatasaray.
Rígur Fenerbahce og Galatasaray er engum líkum en það er eini borgarslagurinn í heiminum þar sem tvær heimsálfur mætast. Sá rígur hefur fengið það orð á sig að vera heitasti rígur í Evrópu. Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur sett reglur um að stuðningsmenn megi ekki ferðast með á útileiki þessara liða vegna ítrekaðra vandræða í stúkunni.
Auk þessara liða eru tvö lítið lið, Istanbul Basaksehir og Kasimpasa. Istanbul Basaksehir, stofnað 1990, eru efstir í deildinni sem stendur og hafa risið ótrulega á síðustu árum þökk sé stjóra þeirra Abdullah Avci. Kasimpasa leika á Recip Tayyip Erdogan-vellinum en forseti Tyrklands, sem völlurinn heitir eftir, lék með liðinu um skeið á yngri árum.
Að lokum tóku þeir stöðuna á landsliðinu og fóru yfir síðustu ár og stöðu landsliðsins í dag.