Í þessum þætti af Sparvarpinu var fjallað um Kína og Indland. Bæði löndin hafa litla fótboltamenningu en eiga það sameiginlegt að hafa farið peningaleiðina til þess að reyna að auka áhuga fólks á íþróttinni. Kínverska ofurdeildin var stofnuð 2004 og en inverska ofurdeildin stofnuð árið 2013.
Kínverska ofurdeildin hefur mikið verið í fréttunum upp á síðkastið vegna kaupa á stórstjörnum frá Evrópu og Suður-Ameríku til liða sem leika í deildinni. Í Sparkvarpinu velta þeir Þórhallur og Þorgeir fyrir sér hvort að kínverska leiðin muni bera árangur og hvort að fótboltinn muni leita austur til Asíu eftir nokkur ár.
Í Indlandi var Ofurdeildin stofnuð 2013 og var mikið lagt í að ná í gamlar kempur til þess að rífa deildina á hærra plan. Lítill áhugi hefur verið á fótbolta í landinu og var ofurdeildin stofnuð til þess að auka áhorf og áhuga víðs vegar í landinu.
Stákarnir fóru yfir fótboltamenninguna og markaðsetningu á íþróttinni í álfunni ásamt því að skoða möguleika asíu um að eiga stórlið eftir fjölgun liða á heimsmeistaramótinu 2026.