Áhrif sundrunar Júgóslavíu á Balkanskaga á fótbolta og ástandið þar í nútímanum er umfjöllunarefni Sparkvarpsins þessa vikuna. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, er gestur þáttarins. Umsjónarmenn eru Þorgeir Logason og Þórhallur Valsson. Þeir ræða um fótboltamenninguna í Serbíu, hugsanleg stofnun svæðisdeildar milli landanna sem urðu til eftir að Júgóslavía liðaðist í sundur.
Þá var farið yfir fótboltabullumeninguna í Belgrad, talað um tvö helstu lið Serbíu (Rauðu Stjörnuna og Partizan) og það hvernig eignhaldsreglur eru að halda aftur að félögum í Serbíu. Auk þess töluðu þeir um hvernig það atvikaðist að Milos kom til Íslands og muninn á fótboltanum hér landi og í Serbíu.
Að lokum rifjuðu þeir upp ótrúlegt ris Obilic-liðsins sem vann júgóslavnesku deildina 1998, en forseti liðsins á þeim tíma var hinn umdeildi harðstjóri Arkan.