Í Sparkvarpi vikunnar var fjallað um fótboltann í Glasgow og liðin Rangers og Celtic sem áttust við um helgina. Þeir Árni, Þórhallur og Þorgeir ræddu um liðin tvö sem og þá trúarlegu tengingu sem kyndir ríginn á milli þeirra. Celtic er lið kaþólika í Glasgow á meðan Rangers er lið þeirra sem eru mótmælendatrúar.
Þessi lið eru einnig langstærstu liðin í Skotlandi en höfðu ekki mæst í deildarkeppni í 4 ár áður en þau mættust fyrr á þessu tímabili. Rígurinn hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir skoskan fótbolta enda hefur fótboltinn verið í lægð síðan Rangers voru dæmdir niður um deild.
Í þættinum tala þeir einnig um þrjár perlur í skoskum fótbolta. Þá Jock Stein, fyrrum þjálfara Celtic liðsins sem vann Evrópubikarinn 1976, Jimmy Johnstone sem var á tíma valinn besti leikmaður í sögu Celtic og Ally McCoist sem átti glæstan feril með Rangers ásamt því að leika í bíómyndinni „A shot at glory“.
Að auki töluðu stákarnir um Safe Standing-stúkuna sem Celtic setti upp fyrir tímabilið og hvort að það líði langt þangað til við munum sjá svipað gert á Englandi.