Trúarrígurinn í Glasgow – The Old Firm

Átök í leik Rangers og Celtic.

Í Sparkvarpi vik­unnar var fjallað um fót­bolt­ann í Glas­gow og liðin Rangers og Celtic sem átt­ust við um helg­ina. Þeir Árni, Þór­hallur og Þor­geir ræddu um liðin tvö sem og þá trú­ar­legu teng­ingu sem kyndir ríg­inn á milli þeirra. Celtic er lið kaþ­ólika í Glas­gow á meðan Rangers er lið þeirra sem eru mót­mæl­enda­trú­ar.

Þessi lið eru einnig langstærstu liðin í Skotlandi en höfðu ekki mæst í deild­ar­keppni í 4 ár áður en þau mætt­ust fyrr á þessu tíma­bili. Ríg­ur­inn hefur gríð­ar­lega mikla þýð­ingu fyrir skoskan fót­bolta enda hefur fót­bolt­inn verið í lægð síðan Rangers voru dæmdir niður um deild.

Í þætt­inum tala þeir einnig um þrjár perlur í skoskum fót­bolta. Þá Jock Stein, fyrrum þjálf­ara Celtic liðs­ins sem vann Evr­ópu­bik­ar­inn 1976, Jimmy John­stone sem var á tíma val­inn besti leik­maður í sögu Celtic og Ally McCoist sem átti glæstan feril með Rangers ásamt því að leika í bíó­mynd­inni „A shot at glor­y“.

Að auki töl­uðu sták­arnir um Safe Stand­ing-stúk­una sem Celtic setti upp fyrir tíma­bilið og hvort að það líði langt þangað til við munum sjá svipað gert á Englandi.

Auglýsing