Í Sparkvarpi vikunnar hringdu strákarnir til Parísar og heyrðu í rithöfundinum Simon Kuper. Hann skrifaði bókina „Soccernomics“ og er einn söluhæsti fótboltarithöfundur í heimi. Soccernomics er fótboltabók þar sem höfundarnir Simon Kuper og Stefan Szymanski litu á fótbolta í hagfræðilegum skilningi og settu fram kenningar. Einnig hefur Kuper sjálfur skrifað fleiri bækur eins og „Soccer Against the Enemy“ og „Football Men“.
Í þættinum var rætt um hollenska landsliðið, Ajax AFC, nálgun Kupers á fótbolta sem og umfjöllun fjölmiðla almennt um sportið. Hollenska landsliðið hefur verið í miklu ströggli undanfarið. Hollenska knattspyrnusambandið rak stjóra sinn Danny Blind um helgina eftir tap gegn Búlgaríu. Það gerðist eftir að Sparkvarpið ræddi við Kuper um yfirvofandi krísu Hollendingana. Þeir töluðu einnig um stærsta liðið í Hollandi, Ajax AFC, og af hverju þeir hafa fengið viðurnefnið „Gyðingarnir“.
Auk þessa ræddu þeir um hvernig umfjöllun um knattspyrnu hefur breyst í gegnum árin og hvort framboðið af fréttum og fjölmiðlatengdu efni sé gott eða slæmt.