Í þessari viku töluðu strákarnir, þeir Þórhallur og Þorgeir, við Tryggva Pál Kristjánsson. Hann er fótboltaáhugamaður sem býr í Kaupmannahöfn. Tryggvi hefur skrifað um fótbolta í nokkur ár og skrifar meðal annars fyrir Thesefootballtimes. Þeir ræddu um fótboltann í Rússlandi sem og olíurisann Gazprom sem er aðal styrktaraðili Meistaradeildarinnar og HM 2018.
Gazprom er stærsta olíufyrirtæki í heimi og sér um 17% allar olíu framleiðslu í heiminum. Þeir styrkja einnig liðin Schalke, Red Star og Chelsea og eiga Zenit St.Petersburg sem er liðið hans Vladimír Pútín, Rússlands forseta. Pútín hefur verið mikið tengdur við liðið sem og mál Gazprom í gegnum tíðina.
Strákarnir skoðuðu einnig rússnesku deildina og töluðu um vandamál deildarinnar sem og landsliðsins. Miklar sveiflur hafa átt sér stað í deildinni og hafa meðal annars stór lið fallið síðustu ár. Peningum hefur verið dælt í inn í liðin með væntingum um árangur en á sama tíma eru önnur lið í peninga vandræðum.