Heimsmeistaramótið í knattspyrnu var haldið í Asíu í fyrsta sinn árið 2002. Í Sparkvarpi vikunnar er litið til baka á HM 2002 sem haldið var í Japan og Kóreu. Mótið var sömuleiðis það fyrsta sem haldið var í tveimur löndum.
Mótið mun lengi lifa í minningu margra þó það sé ekki endilega fyrir góðar sakir. Þeir Þorgeir, Þórhallur og Árni Þór rifjuðu upp sínar minningar frá þessu merkilega móti og töluðu meðal annars um boltann, spútniklið og auðvitað dómaraskandalinn í leik Ítalíu og Suður-Kóreu. Þá stilltu þeir upp í úrvalslið með skemmtilegustu leikmönnum mótsins.