Að þessu sinni fjallar Sparkvarpið um fótboltann í Ísrael. Tveir íslenskri landsliðsmenn, þeir Hólmar Örn Eyjólfsson og Viðar Örn Kjartansson, spila í efstu deild í Ísrael með liðunum Maccabi Haifa og Maccabi Tel-Aviv. Þeir Þorgeir og Þórhallur hringdu til Haifa þar sem Hólmar spilar og ræddu við hann um fótboltann í landinu.
Í spjalli þeirra talaði Hólmar meðal annars um hvernig það atvikaðist að hann fór til Ísrael, gæði ísraelsku liðanna og lífið í landinu.
Ásamt því að tala við Hólmar ræddu umsjónarmenn Sparkvarpsins stöðuna í ísraelsku deildinni. Talsverður ágreiningur er milli vissa liða í deildinni sem og í landinu sjálfu. Það sést helst á milli liðanna Beitar Jerusalem og Bnei Shakhtan. Stuðningsmenn Beitar Jerúsalem eru þekktir fyrir mikla og grófa kynþáttahaturssöngva í garð múslima. En Bnei Shakhtan kallar sig lið Araba í Ísrael og vilja alls ekki neina gyðinga í sitt lið.