#sparkvarpið

Staðan í stærstu deildum Evrópu

Í síð­ustu viku fór Sparkvarpið yfir þau lið sem eru nú þegar búin eða eru lík­leg til þess að tryggja sér sæti í stærstu deildum Evr­ópu. Upp­gjörið heldur áfram í þess­ari viku þar sem fimm stærstu deildir Evr­ópu eru til umfjöll­un­ar.

Athugið að þátt­ur­inn var tek­inn upp fyrir umferð helg­ar­innar 13. og 14. maí.

Þeir Þor­geir og Þór­hallur hringdu til Milan þar sem Árni er stadd­ur. Árni fór yfir tíma­bilið í Seríu A, drengirnir töl­uðu um vanda­mál Mílanó-lið­anna, hið óstöðv­andi lið Juventus, bestu leik­menn tíma­bils­ins, hvaða lið komu á óvart og hverjir spil­uðu undir vænt­ing­um. Kyn­þátta­for­dómar hafa verið í umræðu þar í landi síð­ustu vikur þar sem Sulley Munt­ari var í brennid­epli.

Hin hol­lenska Eredi­vise er einnig til umræðu. Í þeirri deild er mesta spennan af þeim deildum sem voru til umræðu. Feyen­oord hefur gengið vel en liðið er skipað af ungum leik­mönnum í bland við reynda leik­menn sem gætu landað titl­inum í Hollandi á loka­degi. Þetta er annað árið í röð þar sem deildin ræðst á loka­degi og verður for­vitni­legt að vita hvort að liðið frá Rott­er­dam stand­ist press­una og hampi titl­in­um. Ajax á einnig mögu­leika á titl­inum en þeir hafa átt gott tíma­bil í Evr­ópu og í heima­land­inu á meðan PSV hafa valdið von­brigðum með sinn öfl­uga hóp.

Í Þýska­landi fór enn einn tit­il­inn til Bæj­ara­lands í Þýska­landi. Þá átti RB Leipzig ótrú­legt tíma­bil á meðan stærri lið eins og Dort­mund, Schalke og sér­stak­lega Leverku­sen ollu von­brigð­um. Tíma­bilið var bæt­ing á því sem var í fyrra þökk sé liðum eins og Leipzig og óvæntum árangri ann­arra liða.

Drengirnir vona inni­lega að Mónakó standi uppi sem sig­ur­veg­ari í Frakk­landi en liðið hefur náð ótrú­legum við­snún­ingi eftir fjár­hags­vanda. Gróf­asta lið deild­ar­inn­ar, Basti­a-liðið frá Kor­síku, féll en þeir settu heldur betur svip sinn á deild­ina þetta árið.

Á Spáni var tek­inn svokölluð „Speedy Gonza­lez-­yf­ir­ferð“. Tony Adams tók við Granada og stýrði þeim beint niður úr La Liga á meðan sömu lið eru á toppnum og í kringum topp­inn.

  • Ítalía – 4:20 min
  • Hol­land – 24:40 min.
  • Þýska­land – 38:10 min.
  • Spánn – 50:50 min.
  • Frakk­land – 53:35 min.
Auglýsing