Jim Hart, einn ritstjóra These Football Times, er í spjalli í Sparkvarpi vikunnar. Umsjónarmenn þáttarins eru Árni, Þorgeir og Þórhallur. Hart fylgist vel með Evrópuboltanum þrátt fyrir að vera búsettur í Bandaríkjunum. Sparkvarpið ræddi við hann um ítalskan fótbolta.
Rætt var um tengsl Camorra-mafíunnar við lið Napoli, ótrúlegt tímabil Crotone þar sem þeir björguðu sér á ævintýralegan hátt frá falli, ítalskar níur, af hverju fólk ætti að horfa á Serie A og margt fleira.
Jim Hart hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og hefur meðal annars skrifað grein um Willum Þór Þórsson þjálfara KR og fyrrverandi Alþingismann. Við mælum með því að fólk hlusti á þennan þátt, einnig alla aðra þætti Sparkvarpsins.