Ensku unglingalandsliðin hafa staðið sig vel á stórmótum sumarsins. Landsliðið skipað leikmönnum undir 19 ára urðu Evrópumeistarar og landslið 20 ára og yngri vann heimsmeistaratitil. Þá komst landslið 21 árs og yngri í undanúrslit á sínu móti.
Sparkvarpið spjallar um enska landsliðið í þætti dagsins. Umsjónarmenn eru þeir Þórhallur Valsson, Þorgeir Logason og Árni Þórður Randversson.
Strákarnir veltu fyrir sér hvort að næsta gullkynslóð Englendinga væri handan við hornið hjá Englendingum og töluðu sérstaklega um ‘97-árganginn sem voru að vinna sitt annað stórmót.
Sparkvarpið tekur svo fyrir nokkra leikmenn sem að gætu gert það gott á komandi árum í ensku deildinni og hvort að lið ættu að spila ungum leikmönnum meira í ljósi góðs gengis landsliðanna í sumar.
Þá rýndu þeir í stefnu Englands í yngri flokka starfi, ræddu um framtíðarsýn þeirra og helstu akademíur á Englandi.